Hundur af götunni ól upp kettlinga

Krúttleg dýr | 23. ágúst 2021

Hundur af götunni ól upp kettlinga

Lífið er stútfullt af krúttlegheitum sem veita hlýju í hjartað. Ég rakst á dásamlega frétt af labradorhundi sem ber nafnið Bertie. Bertie var bjargað af götunni af dýraathvarfinu Battersea og síðar ættleiddur af hjúkrunarfræðingi athvarfsins, Rachel. Nokkrum vikum eftir að Bertie fékk heimili kom kassi með sjö litlum heimilislausum kettlingum í athvarfið.

Hundur af götunni ól upp kettlinga

Krúttleg dýr | 23. ágúst 2021

Bertie var bjargað af götunni og hjálpaði svo sjálfur við …
Bertie var bjargað af götunni og hjálpaði svo sjálfur við að ala upp kettlinga sem voru skildir eftir í kassa. Instagram

Lífið er stútfullt af krúttlegheitum sem veita hlýju í hjartað. Ég rakst á dásamlega frétt af labradorhundi sem ber nafnið Bertie. Bertie var bjargað af götunni af dýraathvarfinu Battersea og síðar ættleiddur af hjúkrunarfræðingi athvarfsins, Rachel. Nokkrum vikum eftir að Bertie fékk heimili kom kassi með sjö litlum heimilislausum kettlingum í athvarfið.

Lífið er stútfullt af krúttlegheitum sem veita hlýju í hjartað. Ég rakst á dásamlega frétt af labradorhundi sem ber nafnið Bertie. Bertie var bjargað af götunni af dýraathvarfinu Battersea og síðar ættleiddur af hjúkrunarfræðingi athvarfsins, Rachel. Nokkrum vikum eftir að Bertie fékk heimili kom kassi með sjö litlum heimilislausum kettlingum í athvarfið.

Rachel ákvað að taka kettlingana heim til sín þar sem Bertie tók ótrúlega vel á móti þeim og fór strax í umönnunarhlutverk. Þessi magnaði hundur hjálpaði Rachel að hlúa að kettlingunum og eftir að þeir höfðu braggast fór Rachel aftur með þá í athvarfið. Nú hafa allir kettlingarnir fundið nýtt heimili og Bertie lifir góðu lífi hjá Rachel. Ótrúlega krúttlegt og skemmtilegt, umhyggju og ást eru engin takmörk sett!

mbl.is