Skylda skólastarfsmenn í bólusetningu

Kórónuveiran COVID-19 | 23. ágúst 2021

Skylda skólastarfsmenn í bólusetningu

Allir starfsmenn opinberra skóla New York-borgar verða skyldaðir til að fá að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 fyrir 27. september. Einungis 63% skólastarfsfólks er bólusett.

Skylda skólastarfsmenn í bólusetningu

Kórónuveiran COVID-19 | 23. ágúst 2021

Börn á leið í skólann.
Börn á leið í skólann. AFP

Allir starfsmenn opinberra skóla New York-borgar verða skyldaðir til að fá að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 fyrir 27. september. Einungis 63% skólastarfsfólks er bólusett.

Allir starfsmenn opinberra skóla New York-borgar verða skyldaðir til að fá að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 fyrir 27. september. Einungis 63% skólastarfsfólks er bólusett.

New York-borg rekur stærsta almenningsskólakerfi Bandaríkjanna. Alls eru um 1,1 milljón nemenda í opinberum skólum í borginni og mun skyldubólusetningin hafa áhrif á um 150.000 starfsmenn.

Nú þegar hafa Los Angeles og Chicago tilkynnt um skyldubólusetningu kennara.

Stefnt er á að allir nemendur mæti í skólann þegar nýja skólaárið hefst, 13. september.

mbl.is