Með allt á hreinu í fyrsta sinn á Tenerife

Tenerife | 26. ágúst 2021

Með allt á hreinu í fyrsta sinn á Tenerife

Áhrifavaldurinn og Twitter-kóngurinn frá Hellu, Tómas Steindórsson, er staddur á eyjunni Tenerife ásamt kærustu sinni, sjónvarps og listakonunni Margréti Erlu Maack og dóttur þeirra. Klæðaburður Tómasar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum en þegar blaðamaður mbl.is náði tali af Tómasi sat hann við sundlaugarbakkann á spænsku eyjunni. 

Með allt á hreinu í fyrsta sinn á Tenerife

Tenerife | 26. ágúst 2021

Áhrifavaldurinn Tómas Steindórsson er staddur á Tenerife um þessar mundir.
Áhrifavaldurinn Tómas Steindórsson er staddur á Tenerife um þessar mundir. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og Twitter-kóngurinn frá Hellu, Tómas Steindórsson, er staddur á eyjunni Tenerife ásamt kærustu sinni, sjónvarps og listakonunni Margréti Erlu Maack og dóttur þeirra. Klæðaburður Tómasar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum en þegar blaðamaður mbl.is náði tali af Tómasi sat hann við sundlaugarbakkann á spænsku eyjunni. 

Áhrifavaldurinn og Twitter-kóngurinn frá Hellu, Tómas Steindórsson, er staddur á eyjunni Tenerife ásamt kærustu sinni, sjónvarps og listakonunni Margréti Erlu Maack og dóttur þeirra. Klæðaburður Tómasar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum en þegar blaðamaður mbl.is náði tali af Tómasi sat hann við sundlaugarbakkann á spænsku eyjunni. 

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á sólarströnd eða sko í fyrsta sinn sem ég fer sem fullorðinn einstaklingur,“ segir Tómas.

Vinsældir Tómasar á samfélagsmiðlum hafa farið ört vaxandi síðustu misseri og hleður hann á sig nýjum fylgjendum daglega. 

Vanur hitanum úr innsveitum Rangárþings

Aðspurður hvort hann sé ekki að steikjast þarna undan ströndum Afríku segir Tómas svo ekki vera. „Það bítur ekkert á þann Stóra, ég er vanur þessum hita úr innsveitum Rangárþings ytra. Ég smyr rétt á axlirnar bara vegna þess að þær eru komnar hættulega nálægt þeirri gulu. Annars er gott að smyrja sólarvörninni á sig fyrir myndatökur, ágætis holning fyrir líkamann,“ segir Tómas. 

Samkvæmt Instagram þá tekur Tómas sig vel út á spænsku eyjunni en hann segist leggja mikinn metnað í klæðaburðinn. „Þegar maður er á Tene er mjög mikilvægt að vera í mjúkum fötum.“

Í gær birti hann mynd af sér í rauðri silki „ekta Tene“ stuttermaskyrtu skreytta hanastélum yfir brjóstkassann. Skyrtuna keypti hann í Wasteland á Ingólfsstræti. Á myndinni hneppir Tómas skyrtunni niður um tvær tölur. „Ég vil leyfa hafgolunni að leika um bringuhárin,“ segir hann.

Glæsileg skyrta úr Wasteland og hör buxur frá ASOS.
Glæsileg skyrta úr Wasteland og hör buxur frá ASOS. Skjáskot/Instagram

Á myndinni er hann klæddur í hvítar, vel straujaðar, hör buxur sem Margrét Erla keypti á hann í vefversluninni ASOS. Tómas er svo í svörtum sandölum án sokka en hann segist hafa byrjað sokkalausabylgjuna áður en íslensku fótboltastjörnurnar fóru allar að mæta sokkalausar í brúðkaup. „TM á Tómas,“ segir hann nokkuð sjálfsöruggur.

Vill hafa skálmarnar nær klofinu en hnjánum

Í dag birti Tómas aðra mynd af sér og segir hann að þessi múndering sé innblásinn af taílensku menningarhátíðinni Full Moon. Tómas ófeiminn við að sýna hina íslensku bóndabrúnku. Hann klæðist gráum hlýrabol með mynd af tveimur fílum sem hann keypti á ferðalagi sínu um Taíland 2015.

Áhrifavaldurinn Tómas Steindórsson er staddur á Tenerife.
Áhrifavaldurinn Tómas Steindórsson er staddur á Tenerife. Skjáskot/Instagram

Á myndinni er hann í appelsínugulum stuttbuxum sem Margrét keypti á hann í vefversluninni ASOS. Tómas segist vilja hafa stuttbuxurnar í styttri kantinum. „Reglan mín er sú að skálmarnar á stullunum mínum [stuttbuxunum] séu nær klofinu mínu en hnjánum. Frúin vill líka að ég sýni lærin enda eru þau svakaleg,“ segir Tómas Steindórsson. 



mbl.is