Sjö lögreglumenn höfða mál á hendur Trump

Sjö lögreglumenn höfða mál á hendur Trump

Sjö lögreglumenn bandaríska þinghússins höfðuðu í dag mál á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem þeir saka hann um að bera ábyrgð á árásinni á Bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári.

Sjö lögreglumenn höfða mál á hendur Trump

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 26. ágúst 2021

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Sjö lögreglumenn bandaríska þinghússins höfðuðu í dag mál á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem þeir saka hann um að bera ábyrgð á árásinni á Bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári.

Sjö lögreglumenn bandaríska þinghússins höfðuðu í dag mál á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem þeir saka hann um að bera ábyrgð á árásinni á Bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári.

Málsóknin er ein af mörgum sem lagðar hafa verið fram gegn Trump vegna tilrauna þúsunda stuðningsmanna hans til að koma í veg fyrir að þingið vottaði sigur demókratans Joes Bidens í bandarísku forsetakosningunum 2020.

Málið var höfðað fyrir héraðsdómi Bandaríkjanna í Washington af nefnd lögmanna um borgarleg réttindi þeirra sjö lögreglumanna í höfuðborgðinni sem börðust gegn stuðningsmönnum Trump er þeir brutust inn í þinghúsið.

Málsóknin er ein af mörgum sem lagðar hafa verið fram …
Málsóknin er ein af mörgum sem lagðar hafa verið fram gegn Trump vegna tilrauna þúsunda stuðningsmanna hans til að koma í veg fyrir að þingið vottaði demókratann Joe Biden sigur í Bandarísku forsetakosningunum 2020. AFP

Árásin hafi verið afdráttarlaus tilraun til að kæfa raddir milljóna Bandaríkjamanna

Meðal þeirra sem nefndir eru í málinu eru Trump, kosningateymi hans og meðlimir hægrisinnaðra öfgahópanna „Proud Boys“, „The Oath keepers“ og „The Three Percenters“.

Meðal þeirra sem nefndir eru í málinu eru Trump, kosningateymi …
Meðal þeirra sem nefndir eru í málinu eru Trump, kosningateymi hans og meðlimir hægrisinnaðra öfgahópanna „Proud Boys“, „The Oath keepers“ og „the Three Percenters“. AFP

Í málinu er fullyrt að aðilarnir hafi stundað „ólöglegt átak til að beita valdi, ógn og hótunum til að koma í veg fyrir að þingið myndi votta úrslit forsetakosninganna 2020“.

Damon Hewitt, forseti og framkvæmdastjóri lögmannanefndarinnar, sagði við frétastofu AFP að árásin á þinghúsið þann 6. janúar hefði verið afdráttarlaus tilraun til þess að kæfa atkvæði og raddir milljóna Bandaríkjamanna, einkum svartra kjósenda.

Stuðningsmenn Trump mættu í þúsundatali.
Stuðningsmenn Trump mættu í þúsundatali. AFP
mbl.is