N1 vill sjá trúverðuga áætlun frá KSÍ

MeT­oo - #Ég líka | 30. ágúst 2021

N1 vill sjá trúverðuga áætlun frá KSÍ

Fyrirtækjasamstæðan Festi, sem rekur meðal annars N1, vill sjá trúverðuga áætlun hjá KSÍ um hvernig unnið verði markvisst að umbótum áður en hún tekur ákvörðun um áframhaldandi samstarf þeirra á milli. Samningur N1 við KSÍ rennur út um áramótin.

N1 vill sjá trúverðuga áætlun frá KSÍ

MeT­oo - #Ég líka | 30. ágúst 2021

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, vill sjá trúverðuga áætlun frá …
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, vill sjá trúverðuga áætlun frá KSÍ áður en ákvörðun um áframhaldandi samstarf þeirra á milli verður skoðað. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtækjasamstæðan Festi, sem rekur meðal annars N1, vill sjá trúverðuga áætlun hjá KSÍ um hvernig unnið verði markvisst að umbótum áður en hún tekur ákvörðun um áframhaldandi samstarf þeirra á milli. Samningur N1 við KSÍ rennur út um áramótin.

Fyrirtækjasamstæðan Festi, sem rekur meðal annars N1, vill sjá trúverðuga áætlun hjá KSÍ um hvernig unnið verði markvisst að umbótum áður en hún tekur ákvörðun um áframhaldandi samstarf þeirra á milli. Samningur N1 við KSÍ rennur út um áramótin.

Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, í samtali við mbl.is.

 „Við hjá Festi samstæðunni […] fordæmum allt ofbeldi, og kynferðisbrot er eitthvað sem við líðum alls ekki. Mikilvægt er að tekið sé á slíkum málum af fagmennsku með hagsmuni brotaþola að leiðarljósi.“

Eggert segir knattspyrnusambandið hafa staðið illa að málinu. Hann vilji sjá meiri fagmennsku frá sambandinu.

„Þetta er engin spurning. Við munum ekki styðja KSÍ áfram áður en þeir koma með trúverðugt plan. Við getum ekki verið að styrkja samtök sem eru að þagga niður mál, KSÍ getur ekki hagað sér svona. Ég er hálfmiður mín yfir þessu öllu. Hugur minn er hjá þeim konum sem hafa lent í þessum mönnum.“

„Stærri en bara þessir strákar“

Vekur hann einnig athygli á að N1 sé ekki eingöngu stuðningsaðili A-landsliðs karla heldur íslenskrar knattspyrnu, þar á meðal A-landsliðs kvenna sem er á leið á lokakeppni Evrópumótsins sem fer fram á næsta ári.

Segir hann fyrirtækið stoltan styrktaraðila þeirra og vonar hann að fyrirtækið getið haldið áfram að styðja við bakið á þeim.

„Íslensk knattspyrna er stærri en bara þessir strákar. Ég vildi líka benda á að kvennalandsliðið er líka okkar stolt, það er það landslið sem hefur náð miklu meiri árangri en karlalandsliðið. Við hjá N1 erum mjög stolt af því að styðja þær.“

mbl.is