Viðar Örn og Gísli kallaðir inn

MeT­oo - #Ég líka | 30. ágúst 2021

Viðar Örn og Gísli kallaðir inn

Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson koma inn í leikmannahóp A landsliðs karla í knattspyrnu í stað Kolbeins Sigþórssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar. Sá síðarnefndi dró sig úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Það er aftur á móti vegna ákvörðunar KSÍ sem Kolbeinn verður ekki með. 

Viðar Örn og Gísli kallaðir inn

MeT­oo - #Ég líka | 30. ágúst 2021

Viðar Örn (t.v.) og Gísli (t.h.).
Viðar Örn (t.v.) og Gísli (t.h.). Samsett mynd

Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson koma inn í leikmannahóp A landsliðs karla í knattspyrnu í stað Kolbeins Sigþórssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar. Sá síðarnefndi dró sig úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Það er aftur á móti vegna ákvörðunar KSÍ sem Kolbeinn verður ekki með. 

Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson koma inn í leikmannahóp A landsliðs karla í knattspyrnu í stað Kolbeins Sigþórssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar. Sá síðarnefndi dró sig úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Það er aftur á móti vegna ákvörðunar KSÍ sem Kolbeinn verður ekki með. 

Mikilvægir leikir fram undan

„Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson verða ekki með í leikjunum sem eru framundan, þremur heimaleikjum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Rúnar Már dró sig úr hópnum um helgina vegna meiðsla og persónulegra ástæðna og Kolbeinn verður ekki með skv. ákvörðun stjórnar KSÍ.  Inn í hópinn koma þeir Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson,“ segir í tilkynningu frá KSÍ.

„Viðar Örn hefur skorað 4 mörk í 28 A-landsleikjum og lék síðast með liðinu í nóvember 2020. Gísli lék sína fyrstu tvo A-landsleiki fyrr á þessu ári, vináttuleiki gegn Mexíkó og Póllandi. Íslenska liðið kemur saman á mánudag til að hefja sinn undirbúning fyrir þessa mikilvægu leiki í undankeppni HM 2022.“

mbl.is