Ein tilkynning um andlát bætist við

Bólusetningar við Covid-19 | 1. september 2021

Ein tilkynning um andlát bætist við

Alls hefur 31 tilkynning um andlát í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 borist Lyfjastofnun. Allar tilkynningarnar varða fólk sem hefur náð 60 ára aldri og voru flestir þeirra sem létust með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma og/eða aldraðir. Að svo komnu bendir ekkert til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn Covid-19.

Ein tilkynning um andlát bætist við

Bólusetningar við Covid-19 | 1. september 2021

mbl.is/Hjörtur

Alls hefur 31 tilkynning um andlát í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 borist Lyfjastofnun. Allar tilkynningarnar varða fólk sem hefur náð 60 ára aldri og voru flestir þeirra sem létust með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma og/eða aldraðir. Að svo komnu bendir ekkert til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn Covid-19.

Alls hefur 31 tilkynning um andlát í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 borist Lyfjastofnun. Allar tilkynningarnar varða fólk sem hefur náð 60 ára aldri og voru flestir þeirra sem létust með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma og/eða aldraðir. Að svo komnu bendir ekkert til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn Covid-19.

Þetta kemur fram í vikulegri sundurliðun tilkynninga á vef Lyfjastofnunar. Þegar sundurliðun var birt í síðustu viku voru tilkynningar um andlát 30 talsins og hefur því ein tilkynning um andlát bæst við síðan þá. 

Flestar tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 bárust í janúar síðastliðnum, þegar elsti og hrumasti hópurinn var bólusettur hérlendis. Embætti landlæknis framkvæmdi sérstaka rannsókn í kjölfar fyrstu fimm alvarlegu tilkynninganna vegna gruns um aukaverkun. Þá var ekki hægt að staðfesta að orsakasamband væri á milli alvarlegu aukaverkananna og bólusetningar.

Allir nema einn með undirliggjandi sjúkdóm

Alls hafa 195 tilkynningar vegna gruns um alvarlegar aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Flestar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech en hafa ber í huga að það bóluefni hefur verið langmest notað hér á landi. 

23 af alvarlegu tilkynningunum vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech varða andlát. 18 andlát vörðuðu aldraða einstaklinga, 15 þeirra voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Fjögur andlát vörðuðu eldri einstaklinga, þrír þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði einstakling á aldursbilinu 60-64 ára með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.

41 tilkynning vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech varða sjúkrahúsvist, þar af níu lífshættulegt ástand.

18 tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar. Þrjár tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.

Fæstar tilkynningar vegna Janssen

Næstflestar alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnis AstraZeneca, eða 68, en fæstar vegna bóluefnis Janssen, eða 13. Þá hafa 29 alvarlegar tilkynningar borist vegna Moderna. 

Nánar má lesa um sundurliðunina á vef Lyfjastofnunar.

mbl.is