Stálagnir spilltu bóluefnaskömmtum frá Moderna

Bólusetningar við Covid-19 | 1. september 2021

Stálagnir spilltu bóluefnaskömmtum frá Moderna

Lyfjaframleiðandinn Moderna greindi frá því í dag að framleiðslulotur Covid-19 bóluefnis hefðu verið sendar til Japan með ryðfríu stáli í snefilmagni vegna verksmiðjugalla. Aðskotaefnið er þó ekki hættulegt að sögn framleiðandans. 

Stálagnir spilltu bóluefnaskömmtum frá Moderna

Bólusetningar við Covid-19 | 1. september 2021

Moderna-bóluefnið.
Moderna-bóluefnið. AFP

Lyfjaframleiðandinn Moderna greindi frá því í dag að framleiðslulotur Covid-19 bóluefnis hefðu verið sendar til Japan með ryðfríu stáli í snefilmagni vegna verksmiðjugalla. Aðskotaefnið er þó ekki hættulegt að sögn framleiðandans. 

Lyfjaframleiðandinn Moderna greindi frá því í dag að framleiðslulotur Covid-19 bóluefnis hefðu verið sendar til Japan með ryðfríu stáli í snefilmagni vegna verksmiðjugalla. Aðskotaefnið er þó ekki hættulegt að sögn framleiðandans. 

Japönsk yfirvöld hættu notkun hundruð þúsunda skammta ef efninu eftir að fregnir bárust af því að framleiðslulotum Moderna-bóluefnisins hefði verið spillt með aðskotaefni.Eftir stöðvunina létust tveir menn sem höfðu verið bólusettir með efni úr umræddum lotum. 

Orsakasamband hefur ekki fundist milli dauðsfallanna og bóluefnisins. 

Verksmiðjugalla um að kenna

Aðskotaefnið er talið stafa af framleiðslugalla í verksmiðju efnisins sem er rekin af spænska fyrirtækinu Rovi. 

„Í þeim fáu tilfellum sem agnarögn af ryðfríu stáli hefur komist í bóluefni Moderna gegn Covid-19 setur það fólk ekki í ótilhlýðilega hættu og breytir ekki þeim ávinningnum eða þeirri hættu sem fólki stafar af lyfinu almennt. Stálagnir gætu valdið skammtíma viðbrögðum eða óþægindum en munu ólíklega hafa langvarandi áhrif,“ segir í tilkynningu frá Moderna og Rovi.

mbl.is