Kim Jong-Un vill grípa til loftlagsaðgerða

Norður-Kórea | 3. september 2021

Kim Jong-Un vill grípa til loftlagsaðgerða

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hyggst grípa til aðgerða þar í landi vegna matarskorts og lýsti yfir vilja til að grípa aðgerða vegna loftlagsbreytinga, í ræðu sem hann flutti fyrir flokksmönnum Kommúnistaflokksins í dag.

Kim Jong-Un vill grípa til loftlagsaðgerða

Norður-Kórea | 3. september 2021

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, lýsti yfir áhyggjum vegna matarskorts og …
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, lýsti yfir áhyggjum vegna matarskorts og loftlagskrísunnar. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hyggst grípa til aðgerða þar í landi vegna matarskorts og lýsti yfir vilja til að grípa aðgerða vegna loftlagsbreytinga, í ræðu sem hann flutti fyrir flokksmönnum Kommúnistaflokksins í dag.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hyggst grípa til aðgerða þar í landi vegna matarskorts og lýsti yfir vilja til að grípa aðgerða vegna loftlagsbreytinga, í ræðu sem hann flutti fyrir flokksmönnum Kommúnistaflokksins í dag.

Mataruppskera varð fyrir miklu tjóni á síðasta ári í Norður-Kóreu vegna hitabeltisstorma og mikilla rigninga en lagði Kim Jong-un í því ljósi áherslu á flóðavarnir og aðgerðir gegn vatnságangi á uppskerusvæðum.

Höfnuðu þremur milljónum bóluefnaskammta

Matarskortur í Norður-Kóreu kann að skýrast af fleiru en náttúruhamförum en hagkerfi landsins hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum.

Landamæralokanir stöðvuðu innflutning á ýmsum vörum auk þess sem takmarkanir innanlands höfðu sitt að segja en norður-kóresk stjórnvöld hafa þó ekki tilkynnt um neitt kórónuveirusmit enn sem komið er. 

Fyrr í vikunni höfnuðu stjórnvöld þremur milljónum bóluefnaskammta en þau óskuðu eftir því að skömmtunum yrði dreift á þær þjóðir sem orðið hafa verr úti í faraldrinum. 

Frétt BBC

mbl.is