17 ára brotaþola skipað að mæta fyrir dóm

MeT­oo - #Ég líka | 4. september 2021

17 ára brotaþola skipað að mæta fyrir dóm

Verjandi manns, sem sakaður er um að hafa brotið ítrekað kynferðislega á 13 ára stúlku, krafðist þess að stúlkan, sem nú er 17 ára, komi fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins. Sú krafa hefur nú verið samþykkt, bæði af Héraðsdómi og Landsrétti, og þarf stúlkan því að koma fyrir dóminn þrátt fyrir að hún hafi gefið tvær skýrslur fyrir dómi þegar málið var til rannsóknar. 

17 ára brotaþola skipað að mæta fyrir dóm

MeT­oo - #Ég líka | 4. september 2021

Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms.
Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. mbl.is/Þorsteinn

Verjandi manns, sem sakaður er um að hafa brotið ítrekað kynferðislega á 13 ára stúlku, krafðist þess að stúlkan, sem nú er 17 ára, komi fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins. Sú krafa hefur nú verið samþykkt, bæði af Héraðsdómi og Landsrétti, og þarf stúlkan því að koma fyrir dóminn þrátt fyrir að hún hafi gefið tvær skýrslur fyrir dómi þegar málið var til rannsóknar. 

Verjandi manns, sem sakaður er um að hafa brotið ítrekað kynferðislega á 13 ára stúlku, krafðist þess að stúlkan, sem nú er 17 ára, komi fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins. Sú krafa hefur nú verið samþykkt, bæði af Héraðsdómi og Landsrétti, og þarf stúlkan því að koma fyrir dóminn þrátt fyrir að hún hafi gefið tvær skýrslur fyrir dómi þegar málið var til rannsóknar. 

Réttargæslumaður stúlkunnar var andvígur því að hún þyrfti að mæta fyrir dóminn og það var sækjandi málsins einnig. 

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að stúlkan þyrfti að mæta fyrir dóminn. Máli sínu til stuðnings vísaði Héraðsdómur Norðurlands eystra í meginreglu um að allir sem náð hafi 15 ára aldri sé skylt að koma fyrir dóm sem vitni.

„Dómara er þó heimilt að taka til greina sem sönnunargögn skýrslur sem ákærði, brotaþoli eða önnur vitni hafa gefið fyrir dómi áður en mál var höfðað,“ segir í úrskurði héraðsdóms. 

„Þó skulu skýrslugjafar koma á ný fyrir dóm við málsmeðferð ef þess er kostur og annar

hvor málsaðili krefst eða dómari telur annars ástæðu til.“

Sagður hafa sýnt af sér ruddalegt, lostugt og ósiðlegt athæfi

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa brotið ítrekað á stúlkunni kynferðislega þegar hún var 13 ára gömul. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa oft áreitt hana kynferðislega í gegnum fjarskiptatæki og samfélagsmiðla, t.d. með myndum og myndböndum sem sýndu hann á kynferðislegan hátt. Ákæruvaldið telur manninn hafa sýnt af sér „ruddalegt, lostugt og ósiðlegt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi [stúlkunnar].“

Sækjandi málsins telur að hlífa skuli stúlkunni við því að rifja oftar en einu sinni upp atburði sem hafi valdið henni miklum andlegum og jafnvel líkamlegum þjáningum. Þá bendir lögmaður konunnar á það að fyrir liggi upptökur í hljóði og mynd af skýrslutökum stúlkunnar. Jafnframt hafi verjandi mannsins verið viðstaddur í skýrslutökum yfir stúlkunni. 

mbl.is