Hægt að fara í hraðpróf hjá heilsugæslunni

Kórónuveiran Covid-19 | 6. september 2021

Hægt að fara í hraðpróf hjá heilsugæslunni

Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34 en beðið er eftir að tölvukerfi verði tilbúið. Gengið er út frá því að slíkt kerfi verið tilbúið á morgun. 

Hægt að fara í hraðpróf hjá heilsugæslunni

Kórónuveiran Covid-19 | 6. september 2021

mbl.is/Unnur Karen

Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34 en beðið er eftir að tölvukerfi verði tilbúið. Gengið er út frá því að slíkt kerfi verið tilbúið á morgun. 

Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34 en beðið er eftir að tölvukerfi verði tilbúið. Gengið er út frá því að slíkt kerfi verið tilbúið á morgun. 

Þetta kemur fram á vef Heilsugæslunnar. 

Þar segir enn fremur, að þá verði þeim sem sæti smitgát gert kleift að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut á morgun.

Áætlað er að fyrst um sinn verði opið frá 8:00 til 20:00 alla virka daga og 9:00 til 15:00 um helgar.

„Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur tryggt sér nægilegt magn hraðprófa, bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og allt landið. Utan höfuðborgarsvæðisins mun framkvæmd hraðprófa fara fram innan heilsugæslu hjá heilbrigðisstofnunum. Stefnt er að því að koma á grunnvirkni fyrir hraðpróf og stærri viðburði fyrir lok þessarar viku. Þá verður þeim sem áætla að sækja stærri viðburði samkvæmt áðurnefndri reglugerð gert kleift að fara í hraðpróf 10. september. Sett verður upp vefsíðan test.covid.is og hún notuð í þeim tilgangi að panta hraðpróf en einnig verður hægt að skrá fólk á staðnum. Fyrst um sinn verður vottorð um neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi send í Heilsuveru og í tölvupósti og vistað sem PDF-skrá. Unnið er að öðrum lausnum eins og stendur. Viðkomandi getur þannig sýnt vottorðið á skjá, svo sem snjallsíma, eða útprentað áður en viðburður hefst,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is