Flestar tilkynningar vegna Pfizer og AstraZeneca

Bólusetningar við Covid-19 | 8. september 2021

Flestar tilkynningar vegna Pfizer og AstraZeneca

199 tilkynningar höfðu í gær borist Lyfjastofnun vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar.

Flestar tilkynningar vegna Pfizer og AstraZeneca

Bólusetningar við Covid-19 | 8. september 2021

Bólusetning í Laugardalshöll.
Bólusetning í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

199 tilkynningar höfðu í gær borist Lyfjastofnun vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar.

199 tilkynningar höfðu í gær borist Lyfjastofnun vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar.

Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar. 

Tilkynningarnar skiptast þannig á milli bóluefnanna:

Comirnaty (BioNTech/Pfizer):

86 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • 23 þeirra varða andlát. 18 andlát vörðuðu aldraða** einstaklinga, 15 þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Fjögur andlát vörðuðu eldri*** einstaklinga, þrír þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði einstakling á aldursbilinu 60-64 ára með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
  • 42 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af níu lífshættulegt ástand).
  • 18 tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
  • Þrjár tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.

Spikevax (Moderna):

30 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • Ein tilkynning varðar andlát aldraðs** einstaklings, með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
  • 23 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af tvær lífshættulegt ástand).
  • Ein tilkynning varðar lífshættulegt ástand þar sem ekki kom til sjúkrahúsvistar.
  • Þrjár tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkuðar sem alvarlegar****.
  • Tvær tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum. 

Vaxzevria (AstraZeneca):

70 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • Sex tilkynningar varða andlát; þrjú andlát varðar eldri*** einstaklinga, tveir þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Þrjár tilkynningar varða andlát einstaklinga á aldursbilinu 60-64 ára; Einn þeirra var með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm
  • 52 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af 18 lífshættulegt ástand).
  • Níu tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
  • Þrjár tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.

COVID-19 Vaccine Janssen:

13 alvarlegar tilkynningar hafa borist.

  • Ein tilkynning varðar andlát eldri*** einstaklings
  • Níu tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af tvær lífshættulegt ástand).
  • Ein tilkynning telst klínískt mikilvæg og þar með flokkuð sem alvarleg****.
  • Tvær tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.

Þurfa ekki að endurspegla raunverulegar aukaverkanir

„Mikilvægt er að að hafa hugfast að fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkun segir ekki til um tíðni raunverulegra aukaverkana eftir bólusetningu eða öryggi bóluefna. Slíkar tilkynningar eru notaðar til að fylgjast með öryggi lyfja eftir að notkun þeirra hefst og er það gert m.a. með því að meta hvort líkur séu á því að orsakasamband sé milli lyfjanotkunar og þess tilviks sem tilkynnt er. Þannig er ekki víst að tilkynningarnar endurspegli raunverulegar aukaverkanir af bóluefnunum," segir einnig í tilkynningunni. 

mbl.is