Erlendar gistinætur á hótelum fjórfölduðust

Ferðamenn á Íslandi | 9. september 2021

Um fjórfalt fleiri erlendar gistinætur á hótelum í ágúst

Miðað við bráðabirgðatölur, sem byggja á fyrstu skilum fyrir ágústmánuð má ætla að gistinætur á hótelum í ágúst hafi verið um 413.300, þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 65.500 og gistinætur útlendinga um 347.800.

Um fjórfalt fleiri erlendar gistinætur á hótelum í ágúst

Ferðamenn á Íslandi | 9. september 2021

Ætla má að sögn Hagstofunnar, að gistinætur útlendinga hafi fjórfaldast …
Ætla má að sögn Hagstofunnar, að gistinætur útlendinga hafi fjórfaldast en gistinóttum Íslendinga hafi fækkað um 29%, sé miðað við bráðabirgðatölur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðað við bráðabirgðatölur, sem byggja á fyrstu skilum fyrir ágústmánuð má ætla að gistinætur á hótelum í ágúst hafi verið um 413.300, þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 65.500 og gistinætur útlendinga um 347.800.

Miðað við bráðabirgðatölur, sem byggja á fyrstu skilum fyrir ágústmánuð má ætla að gistinætur á hótelum í ágúst hafi verið um 413.300, þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 65.500 og gistinætur útlendinga um 347.800.

Borið saman við 176.700 gistinætur í ágúst 2020 má ætla að orðið hafi um það bil 134% aukning í fjölda gistinátta í ágúst á milli ára. Þar af má ætla að gistinætur útlendinga hafi fjórfaldast en gistinóttum Íslendinga hafi fækkað um 29%. Til frekari samanburðar má nefna að gistinætur á hótelum í ágúst 2019 voru 522.900, þar af voru gistinætur útlendinga 484.800, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. 

Samkvæmt sömu áætlun var rúmanýting í ágúst 2021 um 63,6% samanborið við 31,0% í sama mánuði í fyrra.

Bráðabirgðatölur fyrir júlí 2021 gerðu ráð fyrir að gistinætur hefðu verið um 364.100. Þegar búið var að vinna úr öllum tölum fyrir júlí reyndist endanlegur fjöldi hótelgistinátta vera 378.000, segir ennfremur.

„Miklar breytingar eiga sér nú stað á framboði á hótelrýmum og eykur það mjög óvissu í bráðabirgðamati á fjölda gistinátta. Því er rétt að taka þessum áætluðu bráðabirgðatölum um fjölda gistinátta á hótelum í ágúst með sérstökum fyrirvara þar til endanlegar tölur verða birtar í lok september,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. 

mbl.is