Hækka einkunn sjálfstæðismanna og harma mistök

Umhverfisvitund | 10. september 2021

Hækka einkunn sjálfstæðismanna og harma mistök

Einkunn Sjálfstæðisflokksins í kvarða Ungra umhverfissinna hefur verið hækkuð úr 5,3 stigum í 21 stig, af 100 mögulegum.

Hækka einkunn sjálfstæðismanna og harma mistök

Umhverfisvitund | 10. september 2021

Einkunnin hefur verið uppfærð í kvarðanum.
Einkunnin hefur verið uppfærð í kvarðanum.

Einkunn Sjálfstæðisflokksins í kvarða Ungra umhverfissinna hefur verið hækkuð úr 5,3 stigum í 21 stig, af 100 mögulegum.

Einkunn Sjálfstæðisflokksins í kvarða Ungra umhverfissinna hefur verið hækkuð úr 5,3 stigum í 21 stig, af 100 mögulegum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Fram kemur að eftir ábendingar frá Sjálfstæðisflokknum hafi komið í ljós að gögn frá flokknum voru ekki meðhöndluð með réttum hætti.

„Ungir umhverfissinnar harma þessi mistök og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim,” segir í tilkynningunni.

Ungir umhverfissinnar vilja með kvarða sínum upplýsa almenning og veita stjórnmálaflokkum aðhald þegar kemur að stefnu þeirra í umhverfis- og loftslagsmálum í aðdraganda kosninganna sem eru fram undan.

Uppfærður kvarði

mbl.is