MI5 varar við hryðjuverkum í Bretlandi

Talíbanar í Afganistan | 10. september 2021

MI5 varar við hryðjuverkum í Bretlandi

Öfgahópum hefur vaxið fiskur um hrygg í kjölfar valdaráns talíbana í Afganistan.

MI5 varar við hryðjuverkum í Bretlandi

Talíbanar í Afganistan | 10. september 2021

Bresk lögreglukona að störfum.
Bresk lögreglukona að störfum. AFP

Öfgahópum hefur vaxið fiskur um hrygg í kjölfar valdaráns talíbana í Afganistan.

Öfgahópum hefur vaxið fiskur um hrygg í kjölfar valdaráns talíbana í Afganistan.

Þetta segir Ken McCallum, yfirmaður innanlandsdeildar bresku leyniþjónustunnar MI5. Hann varar við auknum líkum á frekari hryðjuverkum.

Degi áður en 20 ár verða nákvæmlega liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september, sagði McCallum að MI5 hefði komið í veg fyrir sex fyrirhugað hryðjuverk sem voru langt komin í skipulagningu á síðustu 18 mánuðum og 31 fyrirhuguð hryðjuverk á síðustu fjórum árum.

„Þetta voru aðallega áform herskárra íslamista en einnig var um að ræða aukinn fjölda áforma um árásir frá öfga hægrimönnum,” sagði hann við BBC.

„Að sjálfsögðu er líklegt að hryðjuverkaárásir séu gerðar á Bretland á minni vakt,” bætti hann við.

McCallum nefndi að eftir árásirnar 11. september 2001 hafi ógnin haldið áfram að þróast eftir að Ríki íslams hóf að hvetja fólk á netinu til að efna til árása.

Hann bætti við að það væri „enginn vafi á því að atburðirnir í Afganistan hafa eflt suma af þessum öfgamönnum”.

mbl.is