Óbólusettir sagðir 11 sinnum líklegri til að deyja

Bólusetningar við Covid-19 | 11. september 2021

Óbólusettir sagðir 11 sinnum líklegri til að deyja

Niðurstöður nýrrar rannsókna sem gerðar voru á vegum Bandarísku sóttvarnastofnunarinnar bendia til þess að þeir sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19 séu ellefu sinnum líklegri til að deyja úr sjúkdómnum en þeir sem eru bólusettir. 

Óbólusettir sagðir 11 sinnum líklegri til að deyja

Bólusetningar við Covid-19 | 11. september 2021

AFP

Niðurstöður nýrrar rannsókna sem gerðar voru á vegum Bandarísku sóttvarnastofnunarinnar bendia til þess að þeir sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19 séu ellefu sinnum líklegri til að deyja úr sjúkdómnum en þeir sem eru bólusettir. 

Niðurstöður nýrrar rannsókna sem gerðar voru á vegum Bandarísku sóttvarnastofnunarinnar bendia til þess að þeir sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19 séu ellefu sinnum líklegri til að deyja úr sjúkdómnum en þeir sem eru bólusettir. 

Rannsóknin styður niðurstöður fyrri rannsókna sem hafa sýnt fram á að bólusetning dragi verulega úr líkum á alvarlegum veikindum vegna Covid-19, jafnvel þó að bólusettir hafi undanfarið smitast af kórónuveirunni. 

Fréttastofa CBS greinir frá þessu. 

„Þegar við horfum til tilvika frá síðustu tveimur mánuðum, þegar Delta-afbrigði kórónuveirunnar var ráðandi, voru óbólusettir um 4,5 sinnum líklegri til að smitast af kórónuveirunni, 10 sinnum líklegri til þess að þurfa á spítalainnlögn að halda vegna Covid-19 og 11 sinum líklegri til að deyja úr sjúkdómnum,“ sagði Rochelle Walensky,  fram­kvæmda­stjóri Sótt­varna­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, á blaðamannafundi í gær. 

Sóttvarnastofnunin birti niðurstöður þriggja nýrra rannsókna í gær. Þær benda einnig til þess að örvunarskammtar af bóluefni gætu verið nauðsynlegir fyrir marga. Þá leiddu rannsóknirnar í ljós að líkurnar á því að fullbólusettir veikist af Covid-19 hafi aukist í takt við aukna útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar.

mbl.is