14 kórónuveirusmit – síðast jafn fá í júlí

Kórónuveiran Covid-19 | 12. september 2021

14 kórónuveirusmit – síðast jafn fá í júlí

14 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. Jafn fá smit hafa ekki greinst síðan við upphaf fjórðu bylgju um miðjan júlí. Níu þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir en fimm óbólusettir.

14 kórónuveirusmit – síðast jafn fá í júlí

Kórónuveiran Covid-19 | 12. september 2021

Frá greiningu sýna á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Frá greiningu sýna á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

14 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. Jafn fá smit hafa ekki greinst síðan við upphaf fjórðu bylgju um miðjan júlí. Níu þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir en fimm óbólusettir.

14 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. Jafn fá smit hafa ekki greinst síðan við upphaf fjórðu bylgju um miðjan júlí. Níu þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir en fimm óbólusettir.

Fimm þeirra sem greindust smitaðir greindust utan sóttkvíar. Hinir níu voru innan sóttkvíar við greiningu.

Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. 6 voru á sjúkra­húsi í gær veikir af Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu.

14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 154,6. Nýgengið á landamærunum er nú 6.

Fá sýni tekin í gær

776 eru í sóttkví, 397 í einangrun og 490 í skimunarsóttkví.

Áberandi fá sýni voru tekin í gær eða um 1.500. Eins og fram hefur komið í viðtölum við sóttvarnalækni greinast oft færri smit um helgar en á virkum dögum vegna minni sýnatöku.

Hlutfall jákvæðra sýna í sóttkvíar- og handahófsskimun var 1,97% en 1,37 % hvað varðar einkennasýnatökur. Hlutfallið var 0,21% í landamæraskimun.

Eitt smit greindist við landamærin í gær en mótefnamælingar er beðið í því tilviki.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is