Englendingar taka ekki upp bólusetningarvottorð

Kórónuveiran Covid-19 | 12. september 2021

Englendingar taka ekki upp bólusetningarvottorð

Englendingar eru hættir við að innleiða bólusetningarvottorð sem hefur verið notast við í nokkrum ríkjum. Ef vottorðið hefði verið innleitt hefði það verið skylda til þess að komast inn á skemmtistaði og stærri viðburði. 

Englendingar taka ekki upp bólusetningarvottorð

Kórónuveiran Covid-19 | 12. september 2021

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands.
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands. AFP

Englendingar eru hættir við að innleiða bólusetningarvottorð sem hefur verið notast við í nokkrum ríkjum. Ef vottorðið hefði verið innleitt hefði það verið skylda til þess að komast inn á skemmtistaði og stærri viðburði. 

Englendingar eru hættir við að innleiða bólusetningarvottorð sem hefur verið notast við í nokkrum ríkjum. Ef vottorðið hefði verið innleitt hefði það verið skylda til þess að komast inn á skemmtistaði og stærri viðburði. 

„Við ættum ekki að taka þetta upp bara til þess að segjast gera það,“ sagði Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands í viðtali í dag. 

Hann sagði að yfirvöld hafi skoðað málið en ákveðið að taka vottorðið ekki upp. Áður var gefið í skyn að það yrði tekið í notkun í lok mánaðarins.

Með bólusetningarvottorðinu hefði fólk í Bretlandi þurft að gefa sönnun á að það hafi fengið tvær bólusetningar gegn Covid-19 til þess að komast inn á skemmtistaði og stærri viðburði.

„Mér hefur aldrei líkað við þá hugmynd að segja fólki að það þurfi að sýna gögn til þess að gera venjulega hluti, en það er rétt að skoða valmöguleikann gaumgæfilega,“ sagði Javid.

Í viðtalinu sagði Javid einnig að hann vildi afnema PCR-próf vegna ferðalaga og að hann búist ekki við frekar útgöngubönnum.

Frétt á vef BBC.

mbl.is