Háskólar verða aðskildir eftir kyni

Talíbanar í Afganistan | 12. september 2021

Háskólar verða aðskildir eftir kyni

Háskólar í Afganistan verða aðskildir eftir kyni og sett verða lög um hvernig fólk á að klæðast. Abdul Baqi Haqqani, menntamálaráðherra talíbana, sagði í dag að konum yrði leyft að mennta sig en ekki í sama rými og karlmenn.

Háskólar verða aðskildir eftir kyni

Talíbanar í Afganistan | 12. september 2021

Háskólar í Afganistan verða aðskildir eftir kyni og sett verða lög um hvernig fólk á að klæðast. Abdul Baqi Haqqani, menntamálaráðherra talíbana, sagði í dag að konum yrði leyft að mennta sig en ekki í sama rými og karlmenn.

Háskólar í Afganistan verða aðskildir eftir kyni og sett verða lög um hvernig fólk á að klæðast. Abdul Baqi Haqqani, menntamálaráðherra talíbana, sagði í dag að konum yrði leyft að mennta sig en ekki í sama rými og karlmenn.

Þá mega einungis konur kenna konum og öfugt en ef skortur er á kvenkyns kennurum geti karlar kennt á bak við tjald eða með einhverskonar tækni. 

Konur þurfa að sæta reglum um klæðaburð.
Konur þurfa að sæta reglum um klæðaburð. AFP

Þegar talíbanar voru síðast við völd í Afganistan frá 1996 til 2001 var konum alfarið bannað að mennta sig frá ákveðnum aldri.

Talíbanar hafa nú gefið út að þeir muni ekki hindra konur í því að mennta sig eða vinna. Eftir að þeir náðu völdum 15. ágúst hafa þeir hins vegar beðið allar konur, nema þær sem vinna í heilbrigðiskerfinu, að mæta ekki til vinnu þar til öryggisráðstafanir verða bættar, að því er segir í umfjöllun BBC.

Munu samþykkja þetta

Áður en talíbanar tóku völd var konum og karlmönnum leyft að mennta sig í sömu rýmum og konur þurftu ekki að sæta reglum um klæðaburð.

Haqqani sagði hins vegar að nýju reglurnar myndu ekki skapa nein vandamál. „Afganir eru múslimar og þeir munu samþykkja þetta.“

mbl.is