Afléttingar þegar kúrfan fer niður

Kórónuveiran COVID-19 | 13. september 2021

Afléttingar þegar kúrfan fer niður

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna vera ágæta hérlendis varðandi kórónuveirufaraldurinn, sérstaklega af því að álagið á Landspítalanum er ekki að aukast.

Afléttingar þegar kúrfan fer niður

Kórónuveiran COVID-19 | 13. september 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ásamt Víði Reynissyni.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ásamt Víði Reynissyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna vera ágæta hérlendis varðandi kórónuveirufaraldurinn, sérstaklega af því að álagið á Landspítalanum er ekki að aukast.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna vera ágæta hérlendis varðandi kórónuveirufaraldurinn, sérstaklega af því að álagið á Landspítalanum er ekki að aukast.

26 smit greindust innanlands í gær, þar af var helmingurinn í sóttkví við greiningu.

„Ég held að maður megi búast við því að þetta verði áfram á þessi róli og hlaupi upp og niður á milli daga, segir Þórólfur og nefnir að hópsýkingar gætu haft sín áhrif.

Fólkið sem greindist innanlands síðasta sólarhringinn kemur þó úr ýmsum áttum.

Flestir í kringum þrítugt

Spurður hvaða aldurshópar hafi veikst mest af veirunni að undanförnu segir hann oftast um að ræða fólk um og undir þrítugt. Það sé þó breytilegt eftir dögum og stundum séu flestir um og undir tvítugt. Eitt og eitt barn er líka í þessum hópi. Ástæðan fyrir því að unga fólkið hefur mest verið að veikjast er fyrst og fremst vegna útbreiðslu Delta-afbrigðisins sem herjar frekar á yngra fólk en önnur afbrigði.

Frá sýnatöku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Frá sýnatöku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólfur sendi heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað í gær. Spurður hvort hann mæli ekki með tilslökunum í ljósi betri stöðu innanlands segir hann: „Þegar það gengur vel og kúrfan er að fara niður þá höfum við beitt þessum afléttingum eins og áður, það er ekkert nýtt í því,“ segir hann og vonast til að ríkisstjórnin fylgi tilmælum hans eins mikið og mögulegt er. „Þau verða bara að meta þetta líka og sjá hvernig þau vilja útfæra þetta.“

Nálgun hugsanlega breytt 

Tilmæli hafa verið uppi um að fólk ferðist ekki til útlanda nema nauðsyn krefji. Þórólfur segir tilmælin enn í gangi. Öll lönd nema Grænland séu enn á rauðum lista. „En þetta er gamall listi og við höfum verið að ræða hvort við eigum að uppfæra hann eða breyta þessari nálgun en höfum ekki gert það. Við erum ekkert endilega að fara fram með einhverja hvatningu eða tilmæli eins og staðan er núna,“ svarar hann en bendir á faraldurinn sé á uppleið í mörgum löndum eins og Bandaríkjunum og Bretlandi.

Einnig þurfi að fylgjast með hvernig þróunin verður í Danmörku, þar sem öllum takmörkunum var aflétt á dögunum, og á hinum Norðurlöndunum.

mbl.is