Íslenskur háhyrningur sorgmæddur og einmana

Krúttleg dýr | 13. september 2021

Íslenskur háhyrningur sorgmæddur og einmana

Myndband af sorgmæddum háhyrningi fór sem eldur í sinu um netheima um helgina. Myndbandið var tekið í MarineLand við Niagara-fossa fyrr í september.

Íslenskur háhyrningur sorgmæddur og einmana

Krúttleg dýr | 13. september 2021

Háhyrningurinn Kiska lemur höfði sínu í glerið.
Háhyrningurinn Kiska lemur höfði sínu í glerið. Skjáskot/Twitter

Myndband af sorgmæddum háhyrningi fór sem eldur í sinu um netheima um helgina. Myndbandið var tekið í MarineLand við Niagara-fossa fyrr í september.

Myndband af sorgmæddum háhyrningi fór sem eldur í sinu um netheima um helgina. Myndbandið var tekið í MarineLand við Niagara-fossa fyrr í september.

Háhyrningurinn heitir Kiska og er 44 ára gömul. Í myndbandinu lemur hún höfðinu utan í glerið í búri sínu. Dýraverndunarsamtök segja hegðunina skýrt dæmi um að dýrinu líði illa. 

Kiska fæddist við strendur Íslands en hefur verið í haldi manna síðan 1979. Hún hefur eytt síðustu tíu árum ein í búri sínu við Niagara-fossa en afkvæmi hennar og félagar í búrinu drápust eitt af öðru. 

Phil Demers, fyrrverandi starfsmaður í MarineLand, tók myndbandið og vakti fyrstur athygli á málinu. 

Háhyrningar eru félagslyndar verur og lifa venjulega í hópum. Þá veiða þeir oft í hópum og eru nokkrar kynslóðir háhyrninga saman í hóp. mbl.is