Dýralífið í sinni fyndnustu mynd

Krúttleg dýr | 14. september 2021

Dýralífið í sinni fyndnustu mynd

Ljósmyndir segja oft skemmtilega sögu sem orð ná ekki alltaf utan um og tekst þeim að grípa hin ótrúlegustu augnablik. Það er alltaf gaman að sjá fyndnar ljósmyndir og eflaust tengja margir við að hafa hlegið mikið yfir fyndnum svipbrigðum sem náðst hafa á filmu.

Dýralífið í sinni fyndnustu mynd

Krúttleg dýr | 14. september 2021

Dýr geta verið afskaplega fyndin en 7000 ljósmyndir voru sendar …
Dýr geta verið afskaplega fyndin en 7000 ljósmyndir voru sendar í grín dýralífsljósmyndakeppni sem nú er í gangi. Ljósmynd/Colourbox: Volodymyr Burdiak

Ljósmyndir segja oft skemmtilega sögu sem orð ná ekki alltaf utan um og tekst þeim að grípa hin ótrúlegustu augnablik. Það er alltaf gaman að sjá fyndnar ljósmyndir og eflaust tengja margir við að hafa hlegið mikið yfir fyndnum svipbrigðum sem náðst hafa á filmu.

Ljósmyndir segja oft skemmtilega sögu sem orð ná ekki alltaf utan um og tekst þeim að grípa hin ótrúlegustu augnablik. Það er alltaf gaman að sjá fyndnar ljósmyndir og eflaust tengja margir við að hafa hlegið mikið yfir fyndnum svipbrigðum sem náðst hafa á filmu.

 Á hverju ári er haldin svokölluð grín dýralífs ljósmyndakeppni þar sem fyndnustu myndirnar hljóta verðlaun. Í ár voru um 7000 myndir sendar inn í keppnina og 10 myndir komust í úrslit, sem eru allar dásamlegar. Myndirnar eru teknar víðsvegar um heiminn og grípa augnablik á borð við heldur betur sáttan björn, starra með mikla skeifu, jarðíkorna hoppandi af gleði, brosandi drekaflugu, þvottabirni á „trúnó-i’“og hlæjandi sel. Dásamlegar myndir sem færa svo sannarlega bros á andlit áhorfenda. Næst þegar að þú ert að eiga erfiðan dag þá mæli ég með því að google-a fyndnar dýramyndir og ég get eiginlega lofað þér því að dagurinn verður örlítið betri!

Hægt er að sjá myndirnar sem komust í úrslit ljósmyndakeppninnar hér.

mbl.is