Fjöldatakmarkanir í 500 og afgreiðslutími lengdur

Kórónuveiran COVID-19 | 14. september 2021

Fjöldatakmarkanir í 500 og afgreiðslutími lengdur

Fjöldatakmarkanir verða færðar úr 200 upp í 500 og fjöldatakmarkanir fyrir viðburði þar sem gestir sýna fram á neikvætt hraðpróf verður 1.500. Þá verður afgreiðslutími veitinga- og skemmtistaða lengdur um eina klukkustund, eða til klukkan eitt.

Fjöldatakmarkanir í 500 og afgreiðslutími lengdur

Kórónuveiran COVID-19 | 14. september 2021

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum fundinum í dag.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldatakmarkanir verða færðar úr 200 upp í 500 og fjöldatakmarkanir fyrir viðburði þar sem gestir sýna fram á neikvætt hraðpróf verður 1.500. Þá verður afgreiðslutími veitinga- og skemmtistaða lengdur um eina klukkustund, eða til klukkan eitt.

Fjöldatakmarkanir verða færðar úr 200 upp í 500 og fjöldatakmarkanir fyrir viðburði þar sem gestir sýna fram á neikvætt hraðpróf verður 1.500. Þá verður afgreiðslutími veitinga- og skemmtistaða lengdur um eina klukkustund, eða til klukkan eitt.

Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu rétt í þessu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi minnisblað sitt til Svandísar um helgina, en þar voru lagðar til tilslakanir. Svandís sagði að farið hefði verið eftir tillögum Þórólfs í einu og öllu.

Nýju reglurnar taka gildi á miðnætti, en Svandís sagði að fyrir utan fyrrnefnd þrjú atriði væru engar aðrar stórar breytingar. Þannig væru engar breytingar varðandi landamæri eða fjarlægðartakmörk.

Almennar fjöldatakmarkanir verða auknar í 500 manns og á hraðprófsviðburðum verður unnt að hafa allt að 1.500 manns. Á hraðprófsviðburðum verður nú unnt að hafa standandi gesti enda gæti þeir að 1 metra reglu en beri ella grímu. Ekki þarf að viðhafa 1 metra fjarlægð eða bera grímu meðan setið er á hraðprófsviðburðum. Reglur um 1 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða að öðru leyti óbreyttar. Þá verður sérstök heimild til að halda skemmtanir fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur án nálægðatakmörkunar eða grímuskyldu fyrir allt að 1.500 manns.

Varðandi afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða geta staðirnir nú hleypt fólki inn til miðnættis, en haft opið til klukkan eitt.

Sagði Svandís samstöðu hafa verið í ríkisstjórninni um aðgerðirnar þótt rætt hafi verið um þær og einhverjir viljað fara lengra og aðrir styttra. Þá sagði hún að ríkisstjórnin teldi óhætt að fara í þessar afléttingar núna, enda teldi Þórólfur þetta varfærin skref. Sagði hún að úti í heimi væri horft til 3-4 annarra afbrigða sem þyrfti að hafa gætur á og síðast þegar farið hefði verið hratt í afléttingar hafi ný bylgja komið í bakið á landsmönnum.

Þær samkomutakmarkanir sem hafa verið í gildi eru almennar fjöldatakmarkanir upp á 200 manns, en heimilt er að hafa allt að 500 manns í sama rými á viðburðum framvísi gestir neikvæðu hraðaprófi. Þá gildir eins metra fjarlægðarregla og grímuskylda er í almenningssamgöngum og þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Skemmtistaðir geta jafnframt ekki hleypt inn nýjum gestum eftir klukkan ellefu á kvöldin og þurfa að loka skemmtistaðnum fyrir miðnætti.

mbl.is