Minnsti hestur í heimi heldur að hann sé hundur

Krúttleg dýr | 14. september 2021

Minnsti hestur í heimi heldur að hann sé hundur

Segja má að herra Peabody hafi sigrað hjörtu margra með krúttleika sínum en hann er minnsti hestur í heimi. Rúmlega sex mánaða var hann aðeins tæplega 42 cm á hæð og átta og hálft kíló.

Minnsti hestur í heimi heldur að hann sé hundur

Krúttleg dýr | 14. september 2021

Peabody er minnsti hestur í heimi og afar krúttlegur.
Peabody er minnsti hestur í heimi og afar krúttlegur. Skjáskot af instagram

Segja má að herra Peabody hafi sigrað hjörtu margra með krúttleika sínum en hann er minnsti hestur í heimi. Rúmlega sex mánaða var hann aðeins tæplega 42 cm á hæð og átta og hálft kíló.

Segja má að herra Peabody hafi sigrað hjörtu margra með krúttleika sínum en hann er minnsti hestur í heimi. Rúmlega sex mánaða var hann aðeins tæplega 42 cm á hæð og átta og hálft kíló.

Peabody fæddist með dvergvöxt og ýmis heilsufarsleg vandamál og var um tíma óvíst hvort þyrfti að lóga honum. Sem betur fer tók góðhjartað par, Faith og Adam, sem sérhæfa sig í þjálfun smáhesta, við honum og ala hann nú upp á bóndabæ ásamt nokkrum hundum.

Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika lifir Peabody góðu lífi á bænum og geta aðdáendur hans fylgst með honum á instagramsíðu bóndabýlisins Faithful Minis en yfir 50 þúsund fylgjendur fylgjast með síðunni.

Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá sögu hins krúttlega Peabodys.


 

mbl.is