Skólaböllin aftur á dagskrá

Kórónuveiran Covid-19 | 14. september 2021

Skólaböllin aftur á dagskrá

Grunn- og framhaldsskólanemar geta glaðst yfir því að allt að 1.500 manns geta nú komið saman á viðburðum á vegum skóla, að því gefnu að viðstaddir hafi gengist undir hraðpróf og fengið neikvæða niðurstöðu. Þýðir þetta meðal annars að skólaböllin eru nú aftur á dagskrá nemendafélaga.

Skólaböllin aftur á dagskrá

Kórónuveiran Covid-19 | 14. september 2021

Allt að 1.500 nemendur mega sækja skólaviðburð samkvæmt nýju ákvæði …
Allt að 1.500 nemendur mega sækja skólaviðburð samkvæmt nýju ákvæði í reglugerð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Grunn- og framhaldsskólanemar geta glaðst yfir því að allt að 1.500 manns geta nú komið saman á viðburðum á vegum skóla, að því gefnu að viðstaddir hafi gengist undir hraðpróf og fengið neikvæða niðurstöðu. Þýðir þetta meðal annars að skólaböllin eru nú aftur á dagskrá nemendafélaga.

Grunn- og framhaldsskólanemar geta glaðst yfir því að allt að 1.500 manns geta nú komið saman á viðburðum á vegum skóla, að því gefnu að viðstaddir hafi gengist undir hraðpróf og fengið neikvæða niðurstöðu. Þýðir þetta meðal annars að skólaböllin eru nú aftur á dagskrá nemendafélaga.

Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er hún kynnti afléttingar á sóttvarnaaðgerðum fyrr í dag. Helstu afléttingarnar sem voru kynntar í dag kveða á um breyttan afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða og fjöldatakmarkanir. Taka þær gildi á miðnætti.

Að sögn Svandísar er einnig sérstakt ávæði í reglugerðinni sem heimilar stærri viðburði fyrir grunn- og framhaldsskólakrakka. Geta þau haldið allt að 1.500 manna viðburði með hraðprófum.

Svandís telur þetta skref varfærnislegt en þó sé ekki mikið innan samfélagsins sem sæti nú einhverjum takmörkunum. Aðspurð segir hún þó djammið eins og það þekktist fyrir heimsfaraldur enn ekki í myndinni þar sem grímuskylda og nálægðartakmörk ættu að koma í veg fyrir það.

mbl.is