Telja flugiðnaðinn komast í sama far árið 2023

Kórónuveiran COVID-19 | 14. september 2021

Telja flugiðnaðinn komast í sama far árið 2023

Flugvélaframleiðandinn Boeing telur að það muni taka að minnsta kosti tvö og hálft ár í að flugumferð verði aftur með sama móti og hún var fyrir heimfaraldurinn.

Telja flugiðnaðinn komast í sama far árið 2023

Kórónuveiran COVID-19 | 14. september 2021

Boeing er stærsti framleiðandi flugvéla í heimi.
Boeing er stærsti framleiðandi flugvéla í heimi. AFP

Flugvélaframleiðandinn Boeing telur að það muni taka að minnsta kosti tvö og hálft ár í að flugumferð verði aftur með sama móti og hún var fyrir heimfaraldurinn.

Flugvélaframleiðandinn Boeing telur að það muni taka að minnsta kosti tvö og hálft ár í að flugumferð verði aftur með sama móti og hún var fyrir heimfaraldurinn.

„Flugiðnaðurinn kemst aftur á sama stað og hann var árið 2019 í lok árs 2023 eða snemma árs 2024,“ hefur BBC eftir Darren Hurst, varaformann markaðssetningar hjá Boeing. Þá telur hann að innanlandsflug muni leiða bata iðnaðarins.

Samkvæmt áætlun Boeing mun taka lengsta tímann fyrir löng millilandaflug að fara aftur í sama farið og fyrir faraldurinn, meðal annars útaf sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda.

60% færri flugfarþegar á síðasta ári

Fyrirtækið telur mikilvægt að stjórnvöld létti á aðgerðum til þess að endurheimta eftirspurnina sem er til staðar. 

Á síðasta ári féll tala farþega um 60% og tapaði flugiðnaðurinn þar af leiðandi 126 billjón dollara, eða um 16 billjónir íslenskra króna.  

Boeing telur að styrkur heimshagkerfisins sé lykillinn að því að koma heiminum út úr efnahagslægð heimsfaraldursins. 

mbl.is