„Verðum að komast sem fyrst í frjálst samfélag“

Kórónuveiran Covid-19 | 14. september 2021

„Verðum að komast sem fyrst í frjálst samfélag“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga enn lengra í að aflétta þeim takmörkunum sem eru við gildi. Segir hún stöðuna í samfélaginu góða hvað varðar smit og því lítil fyrirstaða fyrir frekari tilslökunum.

„Verðum að komast sem fyrst í frjálst samfélag“

Kórónuveiran Covid-19 | 14. september 2021

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að fundi loknum í dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að fundi loknum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga enn lengra í að aflétta þeim takmörkunum sem eru við gildi. Segir hún stöðuna í samfélaginu góða hvað varðar smit og því lítil fyrirstaða fyrir frekari tilslökunum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga enn lengra í að aflétta þeim takmörkunum sem eru við gildi. Segir hún stöðuna í samfélaginu góða hvað varðar smit og því lítil fyrirstaða fyrir frekari tilslökunum.

Ríkisstjórnarfundi lauk fyrr í dag og kynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, afléttingar  á sóttvarnaraðgerðum sem munu taka gildi á miðnætti í kvöld. Helstu breytingarnar kveða á um breyttan opnunartíma og fjöldatakmarkanir. Engar breytingar voru gerðar í sambandi við grímuskyldu, fjarlægðartakmörk og landamæri.

Hefðir þú viljað sjá meiri tilslakanir?

„Já, það ætti kannski ekki að koma mörgum á óvart. Ég hef auðvitað talað fyrir á þessum fundum sem og öðrum, umfangsmeiri afléttingum þegar staðan er eins góð og blasir við. Engri grímuskyldu, auknu frelsi og eðlilegra lífi. Þetta er ágætt skref en að mínu mati kallar staðan sem er uppi ekki á íþyngjandi aðgerðir heldur að við förum frekar að treysta fólki fyrir sínum eigin sóttvörnum og ábyrgð, byggt á þeirri reynslu sem allir Íslendingar hafa fengið á síðustu 19 mánuðum,“ sagði Áslaug.

Að sögn dómsmálaráðherra var skrefið í dag mikilvægt, sérstaklega fyrir félagslíf barna og ungmenna á skólaaldri. Sé þó staðan í samfélaginu sú núna að hægt sé að ganga enn lengra líkt og nágrannaríki okkar hafa verið að gera.

„Það er ekkert sem kallar á að aðstæðurnar sem eru hér séu með öðrum hætti en í löndunum í kringum okkur. Þá er ég ekki að gera lítið úr skaðsemi veirunnar sem getur lagst þungt á suma, aðstæður geta breyst síðar meir. En við erum komin í þá stöðu að megin þorri almennings er orðinn bólusettur, staðan á spítalanum er góð og þetta er búið að vera langur tími.“

Hefur þú engar áhyggjur að miklar tilslakanir gætu leitt til bakslags í samfélaginu?

„Við sáum auðvitað bakslagið og tókum þá stöðuna hverju sinni enda var ákveðin óvissa uppi með veikindi bólusettra sem hafa síðan ekki reynst mikil. Það er búið að styrkja spítalann enn þá betur og ég vil því að við getum brugðist við ef þarf, en líka að sleppa hraðar.[...] Bólusetningar hafa virkað vel gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllun en það er óhjákvæmilegt að veiran verði hér áfram. Við verðum að komast sem fyrst í frjálst samfélag.“

mbl.is