26 smit innanlands – 18 í sóttkví

Kórónuveiran Covid-19 | 15. september 2021

26 smit innanlands – 18 í sóttkví

26 kórónuveirusmit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring. Innanlandssmit voru 29 sólarhringinn áður.

26 smit innanlands – 18 í sóttkví

Kórónuveiran Covid-19 | 15. september 2021

73% landsmanna á Íslandi eru fullbólusettir við Covid-19.
73% landsmanna á Íslandi eru fullbólusettir við Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

26 kórónuveirusmit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring. Innanlandssmit voru 29 sólarhringinn áður.

26 kórónuveirusmit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring. Innanlandssmit voru 29 sólarhringinn áður.

Átján voru í sóttkví við greiningu og átta greindust utan sóttkvíar. 

Helmingur bólsettur

Helmingur smitaðra reyndust fullbólusettir eða þrettán og hinn helmingurinn óbólusettur. 

336 eru nú í einangrun með veiruna, 773 í sóttkví og 377 í skimunarsóttkví. 

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á upplýsingavef stjórnvalda vegna heimsfaraldursins, Covid.is.

Sex eru inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, fjórir á bráðalegudeildum og tveir á gjörgæslu og í öndunarvél. 

Þrjú smit greindust á landamærum Íslands.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 

 

mbl.is