Farsóttarhúsinu á Fosshótel lokað

Kórónuveiran COVID-19 | 15. september 2021

Farsóttarhúsinu á Fosshótel lokað

Farsóttarhúsinu á Fosshóteli í Reykjavík hefur verið lokað þar sem smitum hefur farið fækkandi en enn dvelur 71 gestur í tveimur farsóttarhúsum í Reykjavík og einu á Akureyri. Þetta staðfestir Gylfi Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, í samtali við mbl.is.

Farsóttarhúsinu á Fosshótel lokað

Kórónuveiran COVID-19 | 15. september 2021

Farsóttarhúsinu á Fosshótel Reykjavík hefur verið lokað, þar sem smitum …
Farsóttarhúsinu á Fosshótel Reykjavík hefur verið lokað, þar sem smitum í samfélaginu hefur fækkað. mbl.is/Árni Sæberg

Farsóttarhúsinu á Fosshóteli í Reykjavík hefur verið lokað þar sem smitum hefur farið fækkandi en enn dvelur 71 gestur í tveimur farsóttarhúsum í Reykjavík og einu á Akureyri. Þetta staðfestir Gylfi Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, í samtali við mbl.is.

Farsóttarhúsinu á Fosshóteli í Reykjavík hefur verið lokað þar sem smitum hefur farið fækkandi en enn dvelur 71 gestur í tveimur farsóttarhúsum í Reykjavík og einu á Akureyri. Þetta staðfestir Gylfi Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, í samtali við mbl.is.

„Nú er það þannig að smitum fer fækkandi sem betur fer. Það eru aðeins færri ferðamenn að koma til landsins, þótt þeir séu enn töluvert margir,“ segir Gylfi.

Útilokar ekki að húsið verði opnað aftur

Hann útilokar þó ekki að farsóttarhúsið opni aftur.

„Fyrst smitum er að fækka þá getum við aðeins dregið saman seglin,“ segir Gylfi en þegar smitum fjölgi þurfi hins vegar að grípa til ráðstafana.

Alls greindust 26 smit innanlands í gær, helmingur þeirra bólusettur og 18  greindust í sóttkví. 336 eru nú í einangrun með veiruna, 773 í sóttkví og 377 í skimunarsóttkví.

Sex eru inniliggjandi á Landspítalanum með veirusmit, fjórir á bráðalegudeildum og tveir á gjörgæslu og í öndunarvél.

mbl.is