Innbyrðis átök meðal talíbana í forsetahöllinni

Talíbanar í Afganistan | 15. september 2021

Innbyrðis átök meðal talíbana í forsetahöllinni

Stuðningsmenn tveggja andstæðra fylkinga talíbana í Afganistan lentu í átökum í forsetahöllinni í Kabúl aðeins nokkrum dögum eftir að talíbanar náðu völdum í landinu. Gerðist það í kjölfar hávaðarifrildis tveggja leiðtoga samtakanna.

Innbyrðis átök meðal talíbana í forsetahöllinni

Talíbanar í Afganistan | 15. september 2021

Mullah Abdul Ghani Baradar, einn af stofnendum talíbana og vara …
Mullah Abdul Ghani Baradar, einn af stofnendum talíbana og vara forsætisráðherra Afganistan. AFP

Stuðningsmenn tveggja andstæðra fylkinga talíbana í Afganistan lentu í átökum í forsetahöllinni í Kabúl aðeins nokkrum dögum eftir að talíbanar náðu völdum í landinu. Gerðist það í kjölfar hávaðarifrildis tveggja leiðtoga samtakanna.

Stuðningsmenn tveggja andstæðra fylkinga talíbana í Afganistan lentu í átökum í forsetahöllinni í Kabúl aðeins nokkrum dögum eftir að talíbanar náðu völdum í landinu. Gerðist það í kjölfar hávaðarifrildis tveggja leiðtoga samtakanna.

BBC greinir frá málavöxtum og hefur eftir háttsettum einstaklingum í samtökunum að rifrildin hafi stafað af ósætti með hver hafi haft mest um það að segja að tryggja sigur talíbana gegn Bandaríkjunum og hvernig deila ætti völdum innan ríkisstjórnarinnar.

Segir BBC að ósættið hafi fyrst komist í kastljósið þegar Mullah Abdul Ghani Baradar, einn af stofnendum talíbana og vara forsætisráðherra, hafi ekki sést opinberlega í nokkra daga. Heimildir BBC staðfesta að Baradar hafi rifist harkalega við Khalil ur-Rahman Haqqani, ráðherra flóttamannamála og áhrifamanns innan Haqqani fylkingarinnar.

Var Baradar ósáttur með skipan bráðabirgðaríkisstjórnarinnar en þá voru þeir einnig ósammála um hver ætti að fá mest hrós fyrir sigurinn í Afganistan. Baradar hefur stigið fram sem stuðningsmaður samræðna við andstæð öfl meðan Haqqani fylkingin hefur talað fyrir árangri í gegnum frekari átök.

Baradar var fyrsti leiðtogi talíbana sem átti í beinum samskiptum við Bandaríkin, en hann ræddi við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í síma árið 2020. Áður hafði hann skrifað undir Doha-samkomulagið um að Bandaríkin myndu draga herlið sitt til baka frá Afganistan.

Haqqani fylkingin er hins vegar tengd við margar af helstu árásunum sem áttu sér stað í Afganistan gegn her landsins og Bandaríkjamönnum. Leiðtogi þeirra, Sirajuddin Haqqani, er innanríkisráðherra í núverandi ríkisstjórn.

Í kjölfar hvarfs Baradar frá sviðsljósinu í um viku tíma spruttu upp raddir í Afganistan sem töldu að honum hefði verið ráðinn bani. Samkvæmt heimildum BBC fór Baradar frá Kabúl í kjölfar átakanna og til borgarinnar Kandahar. Síðar var svo upptöku deilt um samfélagsmiðla þar sem Baradar segist vera á ferðalagi. BBC tekur samt fram að ekki hafi tekist að staðfesta uppruna upptökunnar.

Talsmenn talíbana hafa neitað öllum fregnum um ósættið og segja Baradar vera öruggan og hafa viljað hvílast.

mbl.is