Már sáttur við tilslakanir

Kórónuveiran Covid-19 | 15. september 2021

Már sáttur við tilslakanir

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, kveðst sáttur við þær afléttingar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær og tóku gildi í dag. Segir hann þær „hófstilltar og hæfilegar“ og telur hann ríkisstjórnina ekki vera að ganga fram úr sér þó fjöldatakmarkanir séu nú komnar upp í 500 manns. 

Már sáttur við tilslakanir

Kórónuveiran Covid-19 | 15. september 2021

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala.
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. mbl.is/Ásdís

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, kveðst sáttur við þær afléttingar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær og tóku gildi í dag. Segir hann þær „hófstilltar og hæfilegar“ og telur hann ríkisstjórnina ekki vera að ganga fram úr sér þó fjöldatakmarkanir séu nú komnar upp í 500 manns. 

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, kveðst sáttur við þær afléttingar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær og tóku gildi í dag. Segir hann þær „hófstilltar og hæfilegar“ og telur hann ríkisstjórnina ekki vera að ganga fram úr sér þó fjöldatakmarkanir séu nú komnar upp í 500 manns. 

„Ég held að þetta sé skynsamlegt það sem verið er að gera,“ segir Már og bætir við að ástandið á Landspítalanum sé nokkuð gott en stofnunin er nú á óvissustigi sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Liggja þar alls sex sjúklingar inni vegna Covid-19 sjúkdómsins, þar af tveir á gjörgæslu í öndunarvél. „Þetta er hæfilegt álag. Óvissustigið er í rauninni grunnstigið þannig við bara fylgjumst með framvindu mála og síðan er bara spurningin hvað gerist ef tilfellum fjölgar.“

Tíminn og takmarkanir vinna með okkur

Telur hann forsendur fyrir því að hófstillta útbreiðslu sé að finna í samfélaginu en að sögn Más eru það helst tveir þættir sem vinna með okkur. Annars vegar eru það ríkjandi takmarkanirnar, þar sem grímuskylda er enn nokkuð útbreidd. Hins vegar er það tíminn en með hverjum deginum sem líður fjölgar þeim sem eru ónæmir eða hafa einhvern viðnámsþrótt gegn veirunni í formi bólusetninga eða fyrri veikinda.

Segir hann jafnframt jákvætt að flæði ferðamanna fari nú minnkandi og að enn gildi takmarkanir á opnunartíma skemmtistaða, þar sem að ansi mörg smit megi rekja til þessara tveggja þátta. 

mbl.is