Sex inniliggjandi – tveir í öndunarvél

Kórónuveiran COVID-19 | 15. september 2021

Sex inniliggjandi – tveir í öndunarvél

Sex sjúklingar liggja inni á Landspítala vegna Covid-19.

Sex inniliggjandi – tveir í öndunarvél

Kórónuveiran COVID-19 | 15. september 2021

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Ljósmynd/mbl.is

Sex sjúklingar liggja inni á Landspítala vegna Covid-19.

Sex sjúklingar liggja inni á Landspítala vegna Covid-19.

Á bráðalegudeildum spítalans eru fjórir með Covid-19 og á gjörgæslu er tveir sjúklingar og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 59 ár.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 

Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 er sá sami var gefinn upp á Covid.is í gær og í fyrradag. 

Sem stendur eru 335 sjúklingar, þar af 107 börn, í Covid-19 göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður en 6 gulir og þurfa nánara eftirlit.

mbl.is