„Þessi veira er náttúrulega algjört ólíkindatól“

Kórónuveiran Covid-19 | 15. september 2021

„Þessi veira er náttúrulega algjört ólíkindatól“

Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, segir í samtali við mbl.is að á meðan kórónuveiran sé til þá muni hún halda áfram að stökkbreytast. Því munum við halda áfram að sjá ný afbrigði sem hafa eitthvert samkeppnisforskot yfir önnur afbrigði. Það þýði þó ekki endilega að forskot þeirra feli í sér verri sjúkdóm.

„Þessi veira er náttúrulega algjört ólíkindatól“

Kórónuveiran Covid-19 | 15. september 2021

Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum á Landspítala og prófessor við …
Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, segir í samtali við mbl.is að á meðan kórónuveiran sé til þá muni hún halda áfram að stökkbreytast. Því munum við halda áfram að sjá ný afbrigði sem hafa eitthvert samkeppnisforskot yfir önnur afbrigði. Það þýði þó ekki endilega að forskot þeirra feli í sér verri sjúkdóm.

Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, segir í samtali við mbl.is að á meðan kórónuveiran sé til þá muni hún halda áfram að stökkbreytast. Því munum við halda áfram að sjá ný afbrigði sem hafa eitthvert samkeppnisforskot yfir önnur afbrigði. Það þýði þó ekki endilega að forskot þeirra feli í sér verri sjúkdóm.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) greinir nú fjögur afbrigði sem eru útbreidd um allan heim, meðal þeirra eru Alfa sem hefur greinst í 193 ríkjum og Delta sem hefur greinst í 170 ríkjum. Þá fylgist stofnunin grannt með þróun fimm annarra, þar á meðal Mý.

Mý-afbrigðið greindist fyrst í Kólumbíu í janúar. 31. ágúst setti WHO afbrigðið á listann yfir þau afbrigði sem stofnunin fylgist náið með. Talið er að um 39% tilfella í Kólumbíu séu Mý-afbrigðið en á heimsvísu er afbrigðið einungis um 0,1% tilfella. Tilfelli hafa greinst víðar í Suður-Ameríku og í Evrópu.

Í skýrslu sem WHO gaf út í byrjun september segir að Mý gæti átt auðveldara með að leika á mótefnasvarið sem bóluefni gegn Covid-19 veita en upphaflegt afbrigði veirunnar.

Afbrigði sem ná útbreiðslu hafa samkeppnisforskot

Verða afbrigðin skæðari eftir því sem veiran stökkbreytist oftar?

„Þetta er í raun og veru spurning um lögmál þróunarfræðinnar og samkeppni nýrra tegunda eða afbrigða. Það er að segja, það koma reglulega fram alls konar afbrigði sem í langflestum tilfellum hafa ekkert sérstakt umfram sína forvera og deyja út. Þau afbrigði sem ná útbreiðslu eru þau sem hafa eitthvert samkeppnisforskot. Það þarf ekkert endilega að þýða að samkeppnisforskotið sé tengt verri sjúkdómi,“ segir Magnús.

Hann segir að það samkeppnisforskot geti einfaldlega verið fólgið í því að hið nýja afbrigði á auðveldara með að smitast manna á milli.

„Þetta eru því aðskildir eiginleikar, annars vegar smithæfnin og hins vegar meinvirknin. Þú getur því verið með afbrigði sem er smitnæmara en minna meinvirkt og þú getur einnig verið með afbrigði sem er hvort tveggja, meira smitandi og veldur verri sjúkdómi,“ segir Magnús og bætir við að um flókinn samanburð sé að ræða.

Stökkbreytingin innbyggð í lífsferil veirunnar

„Þetta eru breytingar sem mikilvæg er að vakta. Það þarf síðan að bera saman ólíka hópa fólks til þess að átta sig á því hvort það sé hærra hlutfall sem að leggst inn á sjúkrahús með tiltekin afbrigði heldur en þeim sem komu á undan. Það er því ekki hægt að segja fyrir um þetta strax í byrjun, um leið og nýtt afbrigði greinist. Það er reynslan sem kennir manni hver þróunin er og hvers er að vænta.“

Magnús segir að veiran muni halda áfram að stökkbreytast á meðan hún sé til. „Það er innbyggt í hennar lífsferil.“

Ógerningur að spá fyrir næstu bylgjur

Spurður út í stöðuna á faraldrinum hérlendis segir hann hana fara batnandi og að bóluefnin sýni sig að þau virki ágætlega. „Ég held að við þurfum ekki að vera missa okkur yfir því að bíða eftir bólefni gegn Delta-afbrigðinu.“

Eigum við að óttast aðra bylgju?

„Þessi veira er náttúrulega algjört ólíkindatól. Við vitum ekki hvenær hún lætur staðar numið. Eins og ég segi þá er mjög líklegt að hún haldi áfram að stökkbreytast og því er líklegt að það geti orðið aðrar bylgjur síðar. Það er þó ógerningur að spá fyrir um nákvæmlega hvenær og hvernig það gerist,“ segir Magnús.

mbl.is