10 smit staðfest á Reyðarfirði

Kórónuveiran Covid-19 | 16. september 2021

10 smit staðfest á Reyðarfirði

Niðurstöður sýnatöku sem ráðist var í í gær eftir að grunur um smit kom upp í Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa staðfest að minnsta kosti 10 smit á Reyðarfirði.

10 smit staðfest á Reyðarfirði

Kórónuveiran Covid-19 | 16. september 2021

Greining sýna sem tekin voru í gær staðfestu bæði smit …
Greining sýna sem tekin voru í gær staðfestu bæði smit í leik- og grunnskólanum á Reyðarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Niðurstöður sýnatöku sem ráðist var í í gær eftir að grunur um smit kom upp í Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa staðfest að minnsta kosti 10 smit á Reyðarfirði.

Niðurstöður sýnatöku sem ráðist var í í gær eftir að grunur um smit kom upp í Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa staðfest að minnsta kosti 10 smit á Reyðarfirði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi.

Smit voru staðfest bæði í Grunnskóla Reyðafjarðar og á Leikskólanum Lyngholti og var því tekin ákvörðun um að halda skólunum lokuðum í dag á meðan unnið væri að smitrakningu. Í gær var grunnskólanum einnig lokað og öll börn í 1.-3. bekk ásamt starfsfólki skimað.

Í dag um hádegi verður starfsfólki og börnum leikskólans boðið upp á sýnatöku og er fólk hvatt til að bóka sig og börnin sín á heilsuvera.is. Fyrir þá sem þurfa aðstoð við að bóka er einnig hægt að hringja í síma heilsugæslunnar 470-1420.

Þeir sem hafa tengsl eða hafa verið í nánu samneyti við smitaðan einstakling eru einnig hvattir til að fara í sýnatöku.

mbl.is