250 sýni tekin á Reyðarfirði

Kórónuveiran Covid-19 | 16. september 2021

250 sýni tekin á Reyðarfirði

250 sýni voru tekin í dag á Reyðarfirði en í morgun voru tíu Covid-smit staðfest í grunn­skóla Reyðarfjarðar.

250 sýni tekin á Reyðarfirði

Kórónuveiran Covid-19 | 16. september 2021

Reyðarfjörður.
Reyðarfjörður. mbl.is/Þorgeir Baldursson

250 sýni voru tekin í dag á Reyðarfirði en í morgun voru tíu Covid-smit staðfest í grunn­skóla Reyðarfjarðar.

250 sýni voru tekin í dag á Reyðarfirði en í morgun voru tíu Covid-smit staðfest í grunn­skóla Reyðarfjarðar.

Lögreglan á Austurlandi greinir frá því á Facebook að niðurstöður úr greiningu sýna er að vænta síðar í kvöld.

„Mikilvægt er að allir þeir sem fóru í sýnatöku í dag haldi sig heima þangað til að niðurstöður hafa borist. Þá er vinna smitrakningateymisins í fullum gangi og mun halda áfram í kvöld þegar að niðurstöður úr sýnatökunni liggja fyrir.“

Þá segir að mikilvægt sé að bæði leik- og grunnskólabörn á Reyðarfirði séu ekki að hittast utan skóla.

Viðbúið er að töluverður fjöldi farið í sóttkví, bæði leik- og grunnskólabörn ásamt starfsfólki á báðum stöðum.

mbl.is