Selja hús á Ítalíu á eina evru

Ítalía | 16. september 2021

Selja hús á Ítalíu á eina evru

Litlir bæir á Ítalíu hafa laðað til sín fólk með því að bjóða húsnæði á spottprís. Nýlega var hús í bænum Maenza ekki langt frá Róm auglýst til sölu á aðeins eina evru. 

Selja hús á Ítalíu á eina evru

Ítalía | 16. september 2021

Má bjóða þér hús á Ítalíu á eina evru?
Má bjóða þér hús á Ítalíu á eina evru? Ljósmynd/Pexels/Arnoldes

Litlir bæir á Ítalíu hafa laðað til sín fólk með því að bjóða húsnæði á spottprís. Nýlega var hús í bænum Maenza ekki langt frá Róm auglýst til sölu á aðeins eina evru. 

Litlir bæir á Ítalíu hafa laðað til sín fólk með því að bjóða húsnæði á spottprís. Nýlega var hús í bænum Maenza ekki langt frá Róm auglýst til sölu á aðeins eina evru. 

Salan á húsinu er hluti af endurreisn bæjarins að því fram kemur í máli bæjastjórans Claudio Sperduti á vef CNN. Markmiðið er að endurbæta gamlar byggingar sem liggja undir skemmdum og eru ekki í notkun. Núverandi eigendur geta því fengið hjálp frá bænum til þess að koma eigum sínum í sölu. Áhugasamir kaupendur geta einnig óskað eftir sérstökum eignum. 

Fyrst um sinn fóru nokkur hús á sölu og lauk þeirri sölu í lok ágúst. Bæjarstjórinn fullvissar áhugasama kaupendur hins vegar að um þetta sé aðeins byrjunin og sér fyrir sér að selja um 100 eignir. Ákveðin skilyrði fylgja kaupunum en kaupendurnir þurfa að að gera upp húsin á þremur árum. Þegar upp er staðið kostar húsið því töluvert meira en eina evru. 

Bæjarstjórinn segir að bærinn sé ekki að þessu til þess að fjölga íbúum eins og oft vill vera. Tilgangurinn er að halda lífi í bænum og koma í veg fyrir að stærri fyrirtæki kaupi upp bæinn í gróðaskyni.  

mbl.is