Tveggja ára barn á gjörgæslu vegna fylgikvilla

Kórónuveiran Covid-19 | 16. september 2021

Tveggja ára barn á gjörgæslu vegna fylgikvilla

Tveggja ára barn liggur nú á gjörgæslu Landspítala vegna fylgikvilla af Covid-19. Þetta staðfestir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir í samtali við mbl.is. Því lögðust tvö börn inn á Landspítala í gær vegna Covid-19. 

Tveggja ára barn á gjörgæslu vegna fylgikvilla

Kórónuveiran Covid-19 | 16. september 2021

Tveggja ára barn var flutt á gjörgæslu í gær.
Tveggja ára barn var flutt á gjörgæslu í gær.

Tveggja ára barn liggur nú á gjörgæslu Landspítala vegna fylgikvilla af Covid-19. Þetta staðfestir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir í samtali við mbl.is. Því lögðust tvö börn inn á Landspítala í gær vegna Covid-19. 

Tveggja ára barn liggur nú á gjörgæslu Landspítala vegna fylgikvilla af Covid-19. Þetta staðfestir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir í samtali við mbl.is. Því lögðust tvö börn inn á Landspítala í gær vegna Covid-19. 

Vísir greindi fyrst frá.

Valtýr segir að yngra barnið sé með lungnabólgu en sé ekki í öndunarvél. Hann gerir ráð fyrir að það verði fært af gjörgæslu á almenna barnadeild í dag. „Barnið fór strax inn á gjörgæslu fyrst og fremst sem öryggisráðstöfun.“

Valtýr segir að mjög vel hafi gengið að meðhöndla börnin tvö. Að sögn hans fékk eldri drengurinn fyrri sprautuna af bóluefni gegn veirunni áður en hann veiktist og er nú með virkt smit. Yngra barnið er líklega ekki með virkt smit og því um fylgikvilla sjúkdómsins að ræða.

Valtýr segir að börnin verði bæði eitthvað áfram á spítala.

mbl.is