Einfalda litakóðunarkerfi Englands

Kórónuveiran COVID-19 | 17. september 2021

Einfalda litakóðunarkerfi Englands

Frá og með 4. október verður litakóðunarkerfi Englands, sem flokkar lönd eftir hver smittíðni þeirra er, einfaldað. Einungis verður rauður listi en nú er einnig í gildi grænn og appelsínugulur listi.

Einfalda litakóðunarkerfi Englands

Kórónuveiran COVID-19 | 17. september 2021

Með nýju reglunum þarf fullbólusett fólk sem er að koma …
Með nýju reglunum þarf fullbólusett fólk sem er að koma til Englands frá landi sem er ekki á rauða listanum ekki að fara í sýnatöku áður en það kemur til landsins. AFP

Frá og með 4. október verður litakóðunarkerfi Englands, sem flokkar lönd eftir hver smittíðni þeirra er, einfaldað. Einungis verður rauður listi en nú er einnig í gildi grænn og appelsínugulur listi.

Frá og með 4. október verður litakóðunarkerfi Englands, sem flokkar lönd eftir hver smittíðni þeirra er, einfaldað. Einungis verður rauður listi en nú er einnig í gildi grænn og appelsínugulur listi.

BBC hefur eftir Grant Shapps samgönguráðherra að átta lönd verði tekin af rauða listanum á miðvikudag en það eru Tyrkland, Pakistan, Maldíveyjar, Egyptaland, Srí Lanka, Óman, Bangladess og Kenía.

Fullbólusettir þurfa ekki að fara í sýnatöku fyrir komu

Með nýju reglunum þarf fullbólusett fólk sem er að koma til Englands frá landi sem er ekki á rauða listanum ekki að fara í sýnatöku áður en það kemur til landsins.

Hingað til hefur fólk þurft að taka PCR-próf innan tveggja daga við komuna til landsins en síðar í október mun fólk geta tekið hraðpróf.

Skotland, Wales og Norður-Írland eru með eigin reglur hvað varðar sóttvarnir en hafa þó oftast fylgt fordæmi bresku ríkisstjórnarinnar. 

Shapps sagði að nýju reglurnar myndu gilda að minnsta kosti til lok árs. „Tilgangurinn er að einfalda ferðalög án skriffinnskunnar, án svo margra prófa og með meiri vissu nú þegar svo margir eru bólusettir.“

mbl.is