Sex mánuðir fyrir „Covid“-hósta

Kórónuveiran COVID-19 | 17. september 2021

Sex mánuðir fyrir „Covid“-hósta

Maður sem hóstaði á breskan lögregluþjón og hótaði því að smita hann af kórónuveirunni hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi.

Sex mánuðir fyrir „Covid“-hósta

Kórónuveiran COVID-19 | 17. september 2021

Breska lögreglan handtók manninn.
Breska lögreglan handtók manninn. AFP

Maður sem hóstaði á breskan lögregluþjón og hótaði því að smita hann af kórónuveirunni hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi.

Maður sem hóstaði á breskan lögregluþjón og hótaði því að smita hann af kórónuveirunni hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni.

Adam Lewis, 55 ára, var dæmdur fyrir brot gegn lögum um árásir í garð starfsfólks sem sinnir neyðarstörfum. Lögin voru samþykkt í nóvember 2018 þar sem hámarksrefsingin er 12 mánaða fangelsi.

Að sögn lögreglunnar var Lewis að taka í hurðarhúna á bílum í miðborg Lundúna þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva hann og leita á honum. Lewis kastaði þá vínflösku sem hann hélt á til jarðar, sem mölbrotnaði, og hótaði lögregluþjóninum, að því er segir í yfirlýsingunni.

„Ég er með Covid og ætla að hósta framan í þig og þá muntu smitast,“ er hann sagður hafa sagt áður en hann hóstaði á lögregluþjóninn.

Eftir það reyndi hann að hrækja framan í lögregluþjóninn og hótaði að bíta hann. Í framhaldinu var hann handtekinn og kom fyrir dómara á miðvikudaginn þar sem dómurinn yfir honum var kveðinn upp.

„Þrátt fyrir að svona árásir séu sem betur fer sjaldgæfar þá var þetta atvik hryllilegt og ef við lendum í svona óásættanlegri hegðun þá bregðumst við snarlega við,“ sagði Helen Harper yfirlögregluþjónn.

„Ég vona að þessi dómur feli í sér skýr skilaboð um að svonalagað verði ekki liðið.“

Ekki fylgir sögunni hvort maðurinn hafi í raun verið smitaður af Covid-19. 

mbl.is