Þúsundir safnast saman undir brú

Á flótta | 17. september 2021

Þúsundir safnast saman undir brú

Um tíu þúsund flóttamenn hafa safnast saman undir brú við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó síðustu daga.

Þúsundir safnast saman undir brú

Á flótta | 17. september 2021

Flóttamenn frá Haítí og fleiri löndum á gangi í Panama.
Flóttamenn frá Haítí og fleiri löndum á gangi í Panama. AFP

Um tíu þúsund flóttamenn hafa safnast saman undir brú við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó síðustu daga.

Um tíu þúsund flóttamenn hafa safnast saman undir brú við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó síðustu daga.

Brúin tengir saman borgirnar Del Rio í Texas og Ciudad Acuna í Mexíkó.

Fjöldi fólks sem þar hefur safnast saman hefur aukist mjög að undanförnu. Flest er fólkið frá Haítí, að sögn BBC. 

Fyrr á þessu ári var greint frá því að fjöldi flóttamanna sem var handtekinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í júlí hefði farið yfir 200 þúsund í fyrsta sinn í 21 ár, samkvæmt gögnum bandarísku ríkisstjórnarinnar.

mbl.is