Talíbanar banna stúlkum að mennta sig

Talíbanar í Afganistan | 18. september 2021

Talíbanar banna stúlkum að mennta sig

Talíbanar í Afganistan hafa meinað stúlkum aðgengi að gagnfræðiskólum landsins nú þegar skólar hefjast senn að nýju fyrir veturinn. Kvenkyns kennurum verður einnig meinuð aðganga.

Talíbanar banna stúlkum að mennta sig

Talíbanar í Afganistan | 18. september 2021

Talíbanar í Afganistan.
Talíbanar í Afganistan. AFP

Talíbanar í Afganistan hafa meinað stúlkum aðgengi að gagnfræðiskólum landsins nú þegar skólar hefjast senn að nýju fyrir veturinn. Kvenkyns kennurum verður einnig meinuð aðganga.

Talíbanar í Afganistan hafa meinað stúlkum aðgengi að gagnfræðiskólum landsins nú þegar skólar hefjast senn að nýju fyrir veturinn. Kvenkyns kennurum verður einnig meinuð aðganga.

Þannig munu stúlkur á aldrinum 13-18 ára ekki lengur hafa aðgang að menntun í Afganistan talíbana.

BBC greinir frá.

Þegar talíbanar tilkynntu um tilhögun skólahalds á næstunni í Afganistan var þar engu orði minnst á viðveru stúlkna. Í tilkynningu frá yfirvöldum talíbana sagði að „allir karlkyns kennarar og nemendur“ skuli mæta þegar skólahald hefst.

Ein afgönsk skólastúlka sagði við BBC um málið: „Útlitið er mjög svart.“

Þrátt fyrir loforð talíbana um að afganskir borgarar verði ekki beittir trúarlegu harðræði er nokkuð ljóst að þeir ætli að fara aftur í sama far og á tíunda áratugnum, þegar þeir réðu lögum og lofum í Afganistan með stálhnefa trúarofstækis.

Þá hafa talíbanar einnig lokað ráðuneyti kvennamála í landinu og tekið fyrir starfsemi þess. Í stað ráðuneytisins hefur verið sett á laggirnar eins konar stofnun íslamskra trúarhefða.

mbl.is