Best geymda leyndarmálið um brokkolí

Húsráð | 19. september 2021

Best geymda leyndarmálið um brokkolí

Litlu bragðgóðu grænu trén sem við elskum að nota út í svo marga rétti, eru án efa með því hollara sem þú getur lagt þér til munns og hér er töfratrix fyrir þig að kunna.

Best geymda leyndarmálið um brokkolí

Húsráð | 19. september 2021

Við elskum brokkolí!
Við elskum brokkolí! Mbl.is/rajmin2025

Litlu bragðgóðu grænu trén sem við elskum að nota út í svo marga rétti, eru án efa með því hollara sem þú getur lagt þér til munns og hér er töfratrix fyrir þig að kunna.

Litlu bragðgóðu grænu trén sem við elskum að nota út í svo marga rétti, eru án efa með því hollara sem þú getur lagt þér til munns og hér er töfratrix fyrir þig að kunna.

Brokkolí er stútfullt af góðum næringarefnum og er til dæmis í sömu fjölskyldu og blómkál. En eins og með svo margt annað grænmeti og ávexti, þá á brokkolí til að skemmast fljótt inn í ísskáp. Og hvað er þá til ráða? Jú, besta geymda leyndarmáið er að skera neðstu tvo sentimetrana af stilkinum og láta brokkolíhausinn standa ofan í vatnsglasi – þá með stilkinn niður í vatnið. Þannig fær það góðan raka og helst ferskur mun lengur en ella.

mbl.is