Danir eyðslugjarnari á djamminu nú en 2019

Kórónuveiran Covid-19 | 19. september 2021

Danir eyðslugjarnari á djamminu nú en 2019

Síðasta helgi var sú fyrsta án takmarkana i Danmörku en samkvæmt tölum frá Danske Bank hafa Danir svo sannarlega notfært sér það og kortaveltan þar ber þess merki. DR fjallar um endurreisn skemmtanalífs Danmerkur. 

Danir eyðslugjarnari á djamminu nú en 2019

Kórónuveiran Covid-19 | 19. september 2021

Af næturlífinu í Danmörku.
Af næturlífinu í Danmörku. AFP

Síðasta helgi var sú fyrsta án takmarkana i Danmörku en samkvæmt tölum frá Danske Bank hafa Danir svo sannarlega notfært sér það og kortaveltan þar ber þess merki. DR fjallar um endurreisn skemmtanalífs Danmerkur. 

Síðasta helgi var sú fyrsta án takmarkana i Danmörku en samkvæmt tölum frá Danske Bank hafa Danir svo sannarlega notfært sér það og kortaveltan þar ber þess merki. DR fjallar um endurreisn skemmtanalífs Danmerkur. 

Danir eyddu 49% meiri pening þá helgi en á sama tíma fyrir tveimur árum, áður en heimfaraldur skall á. Talsmaður fyrirtækja í veitingaþjónustu Kristen Munch Andersen, fagnar þessu mjög og segir endurreisnina öfluga: 

„Vð erum búin að sitja á bekknum í rúmlega eitt og hálft ár svo þetta er virkilega þarft. Við söknuðum gestanna og tölurnar sýna að sá söknuður var gagnkvæmur.“

Sakna enn ferðamannanna

Þrátt fyrir þessar gleðifréttir eru viðskiptavinir nokkuð einsleitari hópur en áður þar sem einungis örfáir ferðamenn séu í Kaupmannahöfn nú miðað við venjulegt árferði.

Danskir vertar segir hegðunarmynstur gestanna hafa breyst frá því sem var fyrir faraldur. Gestir mæti fyrr og fari seinna heim. Þeir segjast þó ekki vita hvort breytingar hafi orðið á drykkjarsmekk gesta að því sem komið er.

mbl.is