Segir næstu afbrigði munu verða skárri en Delta

Kórónuveiran Covid-19 | 19. september 2021

Segir næstu afbrigði munu verða skárri en Delta

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bindur vonir við betri bóluefni til þess að kveða faraldurinn í kútinn. Hann heldur því auk þess fram að afbrigðin verði ekki verri en Delta-afbrigðið. 

Segir næstu afbrigði munu verða skárri en Delta

Kórónuveiran Covid-19 | 19. september 2021

Kári Stefánsson segir að í næsta heimsfaraldri muni öll ríki …
Kári Stefánsson segir að í næsta heimsfaraldri muni öll ríki raðgreina jákvæð sýni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bindur vonir við betri bóluefni til þess að kveða faraldurinn í kútinn. Hann heldur því auk þess fram að afbrigðin verði ekki verri en Delta-afbrigðið. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bindur vonir við betri bóluefni til þess að kveða faraldurinn í kútinn. Hann heldur því auk þess fram að afbrigðin verði ekki verri en Delta-afbrigðið. 

Þetta kemur fram í viðtali norska miðilsins TV2 við Kára en tilefni viðtalsins eru raðgreiningar Íslenskrar erfðagreiningar. Öll jákvæð sýni eru raðgreind hér á landi en Kári segir það hafa hjálpað heilmikið til að rekja það hvernig smit dreifast. 

„Ég er handviss um það að í næsta faraldri munu öll ríki beita þessari aðferð,“ segir Kári í viðtalinu. 

Veiran vill lifa áfram

Kári sér fyrir sér afbrigði sem er meira smitandi en Delta en þá skaðlausari fyrir vikið. 

„Veiran hefur hag af því að vera eins smitandi og mögulegt er en á sama meinlaus fyrir hýsilinn. Hún vill bara lifa áfram.“

mbl.is