Sjeikinn hækkaði um hundrað krónur

Umhverfisvitund | 20. september 2021

Sjeikinn hækkaði um hundrað krónur

Nýjar reglur tóku gildi í sumar um gjaldtöku fyrir einnota plastílát. Þær fela það í sér að óheimilt er að gefa viðskiptavinum einnota plastílát undir mat og drykk sem tekinn er með heim.

Sjeikinn hækkaði um hundrað krónur

Umhverfisvitund | 20. september 2021

Tveir félagar með sjeik. Mynd úr safni.
Tveir félagar með sjeik. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Nýjar reglur tóku gildi í sumar um gjaldtöku fyrir einnota plastílát. Þær fela það í sér að óheimilt er að gefa viðskiptavinum einnota plastílát undir mat og drykk sem tekinn er með heim.

Nýjar reglur tóku gildi í sumar um gjaldtöku fyrir einnota plastílát. Þær fela það í sér að óheimilt er að gefa viðskiptavinum einnota plastílát undir mat og drykk sem tekinn er með heim.

Nánar tiltekið þurfa sölustaðir að rukka fyrir hvert einasta plastílát en þeim er hins vegar í sjálfsvald sett hversu hátt gjald er tekið.

Gjaldtaka á plastumbúðir.
Gjaldtaka á plastumbúðir.

Morgunblaðið hefur fengið ábendingar um gjaldtöku á einnota umbúðum sem margir myndu eflaust telja óhóflega. Eitt dæmi var af ísbúð sem rukkaði 50 krónur fyrir hverja plasteiningu. Þannig bættust til að mynda 100 krónur við verðið fyrir box og plastlok undir sjeik og annað eins fyrir box og plastskeið fyrir bragðaref. 

Umhverfisstofnun mun ráðast í átak nú á haustmánuðum til að kynna og fræða veitingamenn og söluaðila um nýjar reglur um gjaldtöku fyrir einnota plastílát. Reglurnar tóku gildi í byrjun júlí og fela það í sér að óheimilt er að gefa viðskiptavinum einnota plastílát undir mat og drykk sem tekinn er með heim. Brögð eru að því að veitingastaðir hafi ekki tileinkað sér umræddar reglur en dæmi munu einnig vera um það að þeir hafi aðeins tileinkað sér þær að hluta eða að veitingamenn hafi ekki einu sinni heyrt af þessum nýju reglum.

„Við höfum aðeins verið að heyra frá búðum sem spyrja hvernig útfærslan eigi að vera. Við sjáum hins vegar mikla þörf fyrir að fleiri matsölustaðir þurfi að vita af þessum reglum,“ segir Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Þarf að rukka fyrir öll ílát

Hún segir að svo virðist sem margir hafi ekki áttað sig á því hversu umfangsmiklar nýju reglurnar eru. „Stundum hafa matsölustaðir tekið upp nýtt verklag en ekki náð að fara yfir allt framboðið. Í rauninni þarftu núna að rukka fyrir hvert einnota matar- og drykkjarílát úr plasti. Sumir hafa kannski haldið að það sé nóg að rukka eitt gjald fyrir öll plastílát en svo er ekki. Það þarf að rukka fyrir hvert og eitt, líka fyrir litla boxið undir kokteilsósuna og plastlokið á pappaílátinu.“

Auk þess að taka gjald fyrir plastumbúðir þurfa sölustaðir einnig að gera grein fyrir gjaldtökunni, á kassakvittun þarf verð fyrir hverjar umbúðir að vera sundurliðað. Hverjum og einum sölustað er hins vegar í sjálfsvald sett hversu hátt gjald er tekið fyrir umbúðirnar. Þannig getur kaffibollinn sem tekinn er með heim kostað það sama og hann gerði áður en á kvittuninni er hluti kaupverðsins fyrir umbúðirnar. Annar möguleiki er að verðið sé hærra eftir innleiðingu reglugerðarinnar; að söluaðilar rukki sérstaklega fyrir umstang sem þessu fylgir.

mbl.is