Stærstu mistökin með viskastykkin

Húsráð | 21. september 2021

Stærstu mistökin með viskastykkin

Ertu í hópi þeirra sem gleyma að skipta um viskastykki eða ert hreinlega í vafa um hversu oft ber að skipta um viskastykkið? Fylgstu þá með hér fyrir neðan.

Stærstu mistökin með viskastykkin

Húsráð | 21. september 2021

Viskastykkin ber að þvo reglulega.
Viskastykkin ber að þvo reglulega. mbl.is/Getty Images

Ertu í hópi þeirra sem gleyma að skipta um viskastykki eða ert hreinlega í vafa um hversu oft ber að skipta um viskastykkið? Fylgstu þá með hér fyrir neðan.

Ertu í hópi þeirra sem gleyma að skipta um viskastykki eða ert hreinlega í vafa um hversu oft ber að skipta um viskastykkið? Fylgstu þá með hér fyrir neðan.

Það er ekki svo auðvelt að finna út úr öllum þeim reglum sem okkur ber að fara eftir. Og þó að viskastykkið hangi fínt á snaganum í eldhúsinu, þá eru miklar líkur á að það sé fullt af bakteríum.

Fimm góðar reglur varðandi viskastykki

  • Notið viskastykki fyrir ekki neitt annað en að þurrka leirtauið (ekki hendur, borð o.s.frv.).
  • Skiptið um viskastykkið einu sinni í viku. Ef þú hefur þurrkað upp matarleyfar, þá skaltu skipta um einu sinni á dag eða eftir þörfum.
  • Hengið viskastykkið alltaf upp til að leyfa því að þorna sem best.
  • Veljið helst viskastykki sem eru ekki úr bómul, t.d. mikrófíber. Þau þorna ekki eins hratt og bómullarstykkin en að sama skapi eru minni líkur á að þau verði að bakteríubombu.
  • Þvoið viskastykkin á 60° eða meira til að drepa niður bakteríurnar.
mbl.is