35 innanlandssmit: Smitfjöldinn kominn til að vera

Kórónuveiran Covid-19 | 23. september 2021

35 innanlandssmit: Smitfjöldinn kominn til að vera

35 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir að líklega sé daglegur smitfjöldi á milli 20 og 40 kominn til að vera, í bili að minnsta kosti. 

35 innanlandssmit: Smitfjöldinn kominn til að vera

Kórónuveiran Covid-19 | 23. september 2021

Sýnataka vegna kórónuveirunnar.
Sýnataka vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

35 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir að líklega sé daglegur smitfjöldi á milli 20 og 40 kominn til að vera, í bili að minnsta kosti. 

35 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir að líklega sé daglegur smitfjöldi á milli 20 og 40 kominn til að vera, í bili að minnsta kosti. 

„Þetta virðist vera þannig að tölurnar liggi á milli 20 og 40 daglega, greindum smitum fækkar í hlutfalli við færri sýni um helgar, svo hækkar þetta um miðja vikuna, þar sem fleiri sýni eru tekin á virkum dögum,“ segir Víðir í samtali við mbl.is.

„Ég held að þetta sé komið til að vera. Á meðan við erum enn með innan við helming í sóttkví við greiningu að jafnaði er þetta bara í gangi. Kerfið í heild sinni virðist ráða við þetta umfang. Það eru 7 eða 8 sem liggja á spítala og því miður einhverjir sem veikjast mjög illa og lenda á gjörgæslu af þeim.“

Fremur hátt hlutfall var í sóttkví við greiningu í gær, eða 70%. Því greindust 12 smit hjá einstaklingum utan sóttkvíar í gær. Dagana þar á undan var hlutfall þeirra sem greindust utan sóttkvíar nokkuð hærra eins og sjá má í tölum á Covid.is.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutfall jákvæðra sýna í hærra lagi

24 af þeim 36 sem greindust smitaðir í gær voru fullbólusettir við greiningu. Hinir 12 voru óbólusettir.

1.170 eru nú í sóttkví, 346 í einangrun og 324 í skimunarsóttkví. Þá liggja sjö á sjúkrahúsi veikir af Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 

Nýgengi innanlandssmita stendur í 108,5 og landamærasmita í 6,5.

Tæplega 3.000 sýni voru tekin í gær. Hlutfall jákvæðra einkennasýna var fremur hátt eða 3,39% en það var aðeins hærra á þriðjudag, mánudag, sunnudag og laugardag. Hlutfall jákvæðra sýna úr annarri sýnatöku, þ.e. landamæraskimun og sóttkvíar- og handahófsskimun, var innan við 1%.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is