36 kórónuveirusmit innanlands

Kórónuveiran Covid-19 | 24. september 2021

36 kórónuveirusmit innanlands

36 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. Er tala innanlandssmita svipuð og í fyrradag og daginn þar á undan sem rímar við það sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við mbl.is í gær um að stöðugur daglegur smitfjöldi á milli 20 og 40 væri líklega kominn til að vera í bili.

36 kórónuveirusmit innanlands

Kórónuveiran Covid-19 | 24. september 2021

36 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. Er tala innanlandssmita svipuð og í fyrradag og daginn þar á undan sem rímar við það sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við mbl.is í gær um að stöðugur daglegur smitfjöldi á milli 20 og 40 væri líklega kominn til að vera í bili.

36 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. Er tala innanlandssmita svipuð og í fyrradag og daginn þar á undan sem rímar við það sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við mbl.is í gær um að stöðugur daglegur smitfjöldi á milli 20 og 40 væri líklega kominn til að vera í bili.

24 þeirra sem greindust smitaðir voru bólusettir en 12 óbólusettir. Aðeins átta þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar við greiningu en það er minnsti fjöldi greindra smita utan sóttkvíar síðan 14. september. 

Nýgengið innanlands stendur nokkurn veginn í stað

8 liggja á sjúkrahúsi, veikir af Covid-19, þar af 4 á gjörgæslu.

14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 111, það hefur staðið nokkurn veginn í stað í viku, þó það hafi aðeins flökt. Nýgengið á landamærunum er nú 7,1.

1.164 eru í sóttkví, 348 í einangrun og 328 í skimunarsóttkví.

Sex smit greindust við landamærin, þar af þrjú virk og þrjú sem bíða mótefnamælingar. Öll virku smitin greindust hjá fullbólusettum einstaklingum. 

Um 2.500 sýni voru tekin í gær. Hlutfall jákvæðra einkennasýna var 2,29% af öllum sýnum. Hlutfallið var 2,15% hvað varðar sóttkvíar- og handahófsskimanir en 0,68% í landamæraskimun. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is