100% kjörsókn í Mjóafirði

Alþingiskosningar 2021 | 25. september 2021

100% kjörsókn í Mjóafirði

Hundrað prósent kjörsókn var í Mjóafirði. Gísli M. Auðbergsson, formaður yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð, mætti Sigfúsi Vilhjálmssyni á miðri leið og tók við kjörgögnunum. 

100% kjörsókn í Mjóafirði

Alþingiskosningar 2021 | 25. september 2021

Gísli M. Auðbergsson mætti Sigfúsi Vilhjálmssyni á miðri leið og …
Gísli M. Auðbergsson mætti Sigfúsi Vilhjálmssyni á miðri leið og tók við kjörgögnunum. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Hundrað prósent kjörsókn var í Mjóafirði. Gísli M. Auðbergsson, formaður yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð, mætti Sigfúsi Vilhjálmssyni á miðri leið og tók við kjörgögnunum. 

Hundrað prósent kjörsókn var í Mjóafirði. Gísli M. Auðbergsson, formaður yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð, mætti Sigfúsi Vilhjálmssyni á miðri leið og tók við kjörgögnunum. 

Gísli segir óvanalegt að kjörsóknin sé svo mikil en vanalega vantar einn til tvo upp á. 

„Það hefur ekki náðst 100% kjörsókn undafarin ár, það er langt síðan þetta gerðist. Kjörstaður lokaði klukkan tvo og það voru allir búnir að kjósa um tólf leytið,“ segir Gísli í samtali við blaðamann. 

Kjördeildin í Mjóafirði er ein sú minnsta á landinu og aðeins eru þrettán á kjörskrá í deildinni. 

Spurður hvort það sé hefð að mæta Sigfúsi á miðri leið og taka við kjörgögnunum svarar Gísli neitandi.  

„Það er allur gangur á því, stundum fer ég alla leið niður eftir og stundum hefur hann farið lengra en þetta.“

mbl.is