Rósa ætlar að vaka en Birgir fer snemma í háttinn

Alþingiskosningar 2021 | 25. september 2021

Rósa ætlar að vaka en Birgir fer snemma í háttinn

Það er löng og spennandi kosninganótt fram undan og óhætt er að segja að erfitt sé að spá um hvaða flokkar fagna kosningasigri og hvort einhverjir bíða afhroð. 

Rósa ætlar að vaka en Birgir fer snemma í háttinn

Alþingiskosningar 2021 | 25. september 2021

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd

Það er löng og spennandi kosninganótt fram undan og óhætt er að segja að erfitt sé að spá um hvaða flokkar fagna kosningasigri og hvort einhverjir bíða afhroð. 

Það er löng og spennandi kosninganótt fram undan og óhætt er að segja að erfitt sé að spá um hvaða flokkar fagna kosningasigri og hvort einhverjir bíða afhroð. 

Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Samfylkingu, eru í baráttusætum í Reykjavíkurkjördæmi suður og þau takast á við streituna hvort á sinn máta. 

„Við erum nú enn að ræða við okkar kjósendur hér í Valhöll, það eru enn þrír og hálfur tími í að kjörstöðum verði lokað. Svo hittumst við sjálfstæðismenn á Hótel Nordica og fylgjumst saman með fyrstu tölum. Ég dreg mig svo sjálfsagt í hlé þegar fer að líða á kvöldið,“ segir Birgir við mbl.is.

Birgir segir einnig að hann sé frekar bjartsýnn en áhyggjufullur, en Birgir er ekki í baráttusæti í fyrsta sinn. Raunar er það svo að Birgir er alla jafna í baráttusæti og segist hann því ýmsu vanur. 

„Maður hefur nú í gegnum tíðina myndað ansi þykkan skráp,“ segir Birgir glaður í bragði. 

Ætlar að vaka

Rósa Björk Brynjólfsdóttir beitir annarri nálgun. Hún segist ætla að vaka í alla nótt og fylgjast með framvindu atkvæðatalningar. 

„Þetta verður löng nótt,“ segir Rósa strax og hún er búin að bjóða gleðilega hátíð. 

„Ég ætla að vaka bara,“ segir hún svo aðspurð. 

Rósa segist annars nokkuð bjartsýn og er mun frekar spennt en kvíðin og áhyggjufull.

mbl.is